Skip to main content

Worlds of Related Coercions in Work (WORCK)

Rannsóknasetrið á aðild að alþjóðlega verkefninu Worlds of Related Coercions in Work (WORCK) sem fjármagnað er af Evrópusambandinu í gegnum samtökin COST (European Cooperation in Science and Technology).

Vilhelm Vilhelmsson, forstöðumaður setursins, á sæti í miðstjórn verkefnisins og leiðir einn af fjórum vinnuhópum þess.

Verkefninu, sem er til fimm ára og hófst árið 2019, er ætlað að efla samstarf fræðimanna sem rannsaka samband vinnu og þvingunar í sögulegu ljósi. Það stendur fyrir ráðstefnum, vinnufundum og samstarfi um útgáfumál.