Skip to main content

Kennslustefna Umhverfis- og byggingarverkfræðideildar

Kennslustefna Umhverfis- og byggingarverkfræðideildar - á vefsíðu Háskóla Íslands

Þekking – Frumkvæði – Ábyrgð

Hlutverk

 • Mennta verðandi umhverfis- og byggingarverkfræðinga sem geta þróað og hannað hagkvæmar lausnir sem tryggja öryggi og stuðla að jákvæðum áhrifum á heilsu, umhverfi og samfélag.
 • Stunda hagnýtar og fræðilegar rannsóknir í umhverfis- og byggingarverkfræði, sem hafa innlent og/eða alþjóðlegt vægi, samhliða þjálfun nemenda til rannsóknastarfa.
 • Styðja atvinnulíf og samfélag í krafti sérþekkingar.

Nám og kennsla

Þekking

 • Nemendur hljóti heilsteypta og fræðilega menntun sem stenst alþjóðlegan samanburð á helstu fagsviðum umhverfis- og byggingarverkfræði.
 • Námið sé lausnamiðað þar sem nemendur vinni hagnýt verkefni með innlenda og alþjóðlega skírskotun.
 • Nemendur öðlist færni í að greina, þróa, leysa, hanna og stjórna.
 • Nemendur fái þjálfun í að ræða, skrifa um og kynna verkfræðileg viðfangsefni.
 • Notaðir séu fjölbreyttir kennsluhættir og námsmat.
 • Kennsla og rannsóknir séu samþætt.

Frumkvæði

 • Nemendur tileinki sér gagnrýna hugsun og frumkvæði.
 • Nemendur fái þjálfun í að vinna sjálfstætt og í hópum.
 • Nemendur komi að þróun námsins.

Ábyrgð

 • Nemendur vinni með sjálfbærni að leiðarljósi með því að taka tillit til umhverfislegra, hagrænna, og samfélagslegra þátta.
 • Nemendur öðlist heildstæða sýn á tengsl umhverfis, öryggis, og heilsu við verkfræðileg viðfangsefni.