Skip to main content

Umboðsmaður doktorsnema

Hlutverk umboðsmanns er að vera hlutlaus aðili sem veitir doktorsnemum ráðgjöf og aðstoð varðandi mögulegar lausnir á vandamálum sem steðja að, upplýsa nema um réttindi þeirra og skyldur, stuðla að bættum samskiptum á milli doktorsnema og leiðbeinanda eða doktorsnefndar og leiðbeina um verkferla í doktorsnáminu.

Fyllsta trúnaðar verður gætt í öllum samskiptum umboðsmanns og doktorsnema og doktorsnemi ræður hversu langt mál verði tekin. 

Óski doktorsnemi eftir fundi með umboðsmanni verður fundaraðstaða ákveðin á hlutlausum stað í samráði við doktorsnema.

Sveinn Guðmundsson sinnir hlutverki umboðsmanns. Sveinn lauk doktorsprófi í mannfræði frá Háskóla Íslands 2017 en að námi loknu hefur hann starfað sem jafnréttisfulltrúi við HÍ ásamt stundakennslu á Félagsvísindasviði.

Hægt er að hafa samband við umboðsmann doktorsnema í gegnum netfangið umbodsmadur@hi.is og í síma 525-4193. Öll samskipti eru trúnaðarmál.