Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild er ein sex deilda Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands. Þar starfa um 40 starfsmenn að fjölbreyttum verkefnum tengdum kennslu, vísindum, þjónustu o.fl. Stjórn Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideildar er í höndum deildarráðs og deildarforseta. Deildarforseti er faglegur forystumaður deildar og ber í samráði við forseta fræðasviðs ábyrgð á mótun stefnu fyrir deild, skipulagi náms og gæðum kennslu og rannsókna, tengslum við samstarfsaðila og á því að starfsemi deildar og starfseininga hennar sé í samræmi við fjárhagsáætlun fræðasviðsins. Deildarforseti situr í stjórn fræðasviðsins. Stjórn Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideildar Stjórnendur Deildarforseti Helga BragadóttirPrófessor5254988helgabra [hjá] hi.is Varadeildarforseti Brynja ÖrlygsdóttirPrófessor5254993brynjaor [hjá] hi.is Deildarstjóri Sigrún SigurðardóttirDeildarstjóri5254961sigrunsi [hjá] hi.is Stefna deildarinnar Stefna Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideildar var samþykkt á 59. deildarfundi deildarinnar 21. júní 2012. Stefnan tekur mið af stefnu Háskóla Íslands og leggur áherslu á stöðu sína í háskólasamfélaginu. Helstu stef stefnunnar eru áhersla á rannsóknir og alþjóðlegt samstarf, þróttmikið nám sem uppfyllir alþjóðlegar gæðakröfur, samþættingu kennslu og rannsókna á öllum námsstigum, eflingu mannauðs og starfsánægju nemenda og starfsmanna og samfélagslega og hnattræna ábyrgð á 21. öld. Nefndir og ráð Deildarráð Deildarráði er heimilt að fjalla um öll mál, er deildina varða, en úrslitavald hefur það aðeins í þeim málaflokkum, sem deildarfundur hefur framselt ákvörðunarvald í. Skipan deildarráðs: Helga Bragadóttir, deildarforseti Brynja Örlygsdóttir, dósent Emma Marie Swift, lektor Sævar Ingþórsson, dósent Þóra Jenný Gunnardóttir, dósent Fulltrúi grunnnema Fulltrúi framhaldsnema Varamenn: Eydís Kr Sveinbjarnardóttir, lektor Yrsa Bergmann Sverrisdóttir, prófessor varafulltrúi grunnnema varafulltrúi framhaldsnema Starfsmaður: Sigrún Sigurðardóttir, deildarstjóri Sigrún María Ammendrup, verkefnisstjóri Rannsóknanámsnefnd Rannsóknanámsnefnd (RNN) Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideildar fer með málefni meistaranámsins í umboði deildarráðs deildarinnar. Nefndin sér um að skipulag og framkvæmd framhaldsnáms sé í samræmi við almennar reglur Háskóla Íslands og reglur deildarinnar, stuðlar að uppbyggingu og mótun framhaldsnáms við Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild og tekur á móti og afgreiðir mál nema. Til nefndarinnar skal vísa matsmálum, umsóknum um framhaldsnám, beiðnum um námsleyfi og öðrum málum er varða skipulag náms og aðstæður nemenda. Skipan Rannsóknanámsnefndar (RNN): Brynja Örlygsdóttir, formaður Rannveig Jóna Jónasdóttir, lektor Emma Marie Swift, lektor Eydís Kr. Sveinbjarnardóttir, lektor Fulltrúi meistaranema Varamenn: Helga Gottfreðsdóttir, dósent Þórunn Scheving Elíasdóttir, dósent Starfsmaður: Hulda Long, verkefnisstjóri Fastanefnd Fastanefnd deildar fjallar um umsókn doktorsefnis og umsagnir sem henni fylgja. Nefndin tekur afstöðu til þess hvort umsóknin uppfyllir gæðakröfur m.a. með hliðsjón af viðmiðum sem gilda um doktorsnám. Skipan Fastanefndar: Helga Bragadóttir, formaður Erla Kolbrún Svavarsdóttir, prófessor Helga Jónsdóttir, prófessor Varamenn: Helga Gottfreðsdóttir, prófessor Kristín Björnsdóttir, prófessor Skipan í embætti og nefndir við Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild vorið 2023 Starfsmaður: Hulda Long, verkefnisstjóri Námsbraut í ljósmóðurfræði Emma Marie Swift, lektor Valgerður Lísa Sigurðardóttir, lektor Hildur Sigurðardóttir, lektor Fulltrúi nema (2. ár) Fulltrúi nema (1. ár) Varamaður: Steinunn Zophoníasdóttir Starfsmaður: Dagmar Markúsdóttir, verkefnisstjóri Námsstjórn diplómanáms í kynfræði Sóley Bender, formaður námsstjórnar Sólveig Anna Bóasdóttir, prófessor í Guðfræði- og trúarbragðafræðideild HÍ Námsmatsnefnd Þóra Jenný Gunnarsdóttir, formaður Þórunn Scheving Elíasdóttir, dósent Varamaður: Birna G. Flygenring, lektor Fulltrúi nema (3. ár) Starfsmaður Dagmar Markúsdóttir, verkefnisstjóri Ebba Sif Möller, verkefnisstjóri Eftirlit með ritstuldi Helga Bragadóttir, formaður Arnheiður Sigurðardóttir, verkefnisstjóri Ásta Bjarney Pétursdóttir, lektor Varamaður: Ásta Thoroddsen, prófessor Umsagnarnefnd fyrir hjúkrunarleyfi og sérfræðingsleyfi í hjúkrun Guðrún Kristjánsdóttir, formaður Birna G. Flygenring, lektor Þórunn Scheving Elíasdóttir, dósent Valnefnd Helga Bragadóttir deildarforseti Kristín Björnsdóttir, prófessor 2 fulltrúar ad hoc Starfsmaður Sigrún Sigurðardóttir, deildarstjóri Skipan í embætti og nefndir við Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild vorið 2024 Tengt efni Stjórn og starfsfólk Fræðasvið Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideildar Nefndir og ráð facebooklinkedintwitter