Skip to main content

Skiptinám - Hjúkrunarfræðideild

Skiptinám - Hjúkrunarfræðideild - á vefsíðu Háskóla Íslands

Möguleikar á skiptinámi við Hjúkrunarfræðideild hafa aukist undanfarin ár. Skiptinám gefur nemendum tækifæri til að stunda klínískt nám við erlenda háskóla í nokkrar vikur og einnig hafa nemendur fengið tækifæri til að taka þátt í hraðnámskeiðum sem boðið hefur verið upp á í Nordplus samstarfsnetum. 

Algengast er að nemendur við Hjúkrunarfræðideild fari í skiptinám til háskóla á Norðurlöndum. Nemendur við deildina hafa einnig farið til útlanda á eigin vegum og tekið þátt í starfsnámi og þróunarvinnu, t.d. í Afríku og Mið-Ameríku. Erlendir skiptinemar hafa sótt mjög í að stunda klínískt nám á Íslandi.

Nám erlendis býður upp á ýmis tækifæri, víkkar sjóndeildarhringinn og eykur þekkingu. Nemendur læra annað tungumál, kynnast siðum og venjum annarra þjóða, öðlast reynslu af nýju skólakerfi/heilbrigðiskerfi, innsýn gefst í framhaldsnám og aðra möguleika sem bjóðast erlendis. Þessi reynsla er einnig umtalsverður kostur þegar komið er út á vinnumarkaðinn.

Tengt efni