Efnagreining – frá frumefnum til lífsameinda | Háskóli Íslands Skip to main content

Efnagreining – frá frumefnum til lífsameinda

Efnagreining – frá frumefnum til lífsameinda - á vefsíðu Háskóla Íslands

Verkefnið Efnagreining – frá frumefnum til lífsameinda (EFNGREIN) miðar að uppbyggingu, viðhaldi og bættu aðgengi að innviðum í efnagreiningum. Öflugir efnagreiningarinnviðir eru meginstoð allra grunn- og hagnýtra rannsókna er snúa að sameindum.

Innviðirnir munu nýtast við rannsóknar- og þróunarvinnu í læknisfræði, lyfjafræði, líffræði, lífefnafræði, sameindalíffræði, líftækni, næringar- og matvælafræði, efnafræði, efnaverkfræði og heilbrigðisverkfræði sem unnin er innan fjölbreyttra stofnana og fyrirtækja á Íslandi.

Umsjón með verkefni

 • Háskóli Íslands
 • Raunvísindastofnun 

Tengiliður: Óttar Rolfsson, prófessor

Áætlaður heildarkostnaður við verkefnið er 650 milljónir króna. Uppbyggingartími er á árunum 2021 til og með 2026.

  ""
  Tengt efni

  Þarfnast þessi síða lagfæringar?

  Þarfnast þessi síða lagfæringar?

  Ef þú vilt fá svar frá okkur.
  Settu inn skjáskot hér ef þú telur þörf á.
  Skrár verða að vera minni en 2 MB.
  Leyfðar skráartegundir: gif jpg jpeg png.
  CAPTCHA
  Sía fyrir ruslpóst
  Image CAPTCHA
  Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.