Skip to main content

Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild

""

Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild

Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild annast kennslu og rannsóknir í hjúkrunarfræði og ljósmóðurfræði.

Deildin býður upp á öflugt grunnnám og fjölbreytt framhaldsnám við góðar aðstæður.

Í Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild eru stundaðar víðtækar rannsóknir og er deildin með þeim bestu á heimsvísu. 

Sjáðu um hvað námið snýst

""

Grunnnám

BS-nám í hjúkrunarfræði er fjögurra ára fræðilegt og klínískt nám til 240 eininga.

Einnig er boðið upp á 180 eininga hjúkrunarfræðinám fyrir fólk með aðra háskólagráðu.

Að námi loknu geta nemendur sótt um starfsleyfi hjúkrunarfræðings.

Námið er mjög fjölbreytt og kennsla fer fram með fyrirlestrum, umræðutímum, verklegum æfingum, verkefnavinnu og dæmatímum.

Hjúkrunarfræði er einungis hægt að stunda sem aðalgrein.

Framhaldsnám

Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild býður upp á fjölbreytt framhaldsnám sem opnar nýja möguleika fyrir hjúkrunarfræðinga og ljósmæður, hvort sem ætlunin er að starfa sem klínískur sérfræðingur, vísindamaður, kennari, stjórnandi eða leiðtogi.

Skoða framhaldsnám sem er í boði.

Starfsvettvangur

Hafðu samband

Skrifstofa Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideildar
Eirberg, 2. hæð, Eiríksgata 34
101 Reykjavík
Sími 525 4960
hjukrun@hi.is

Skrifstofa opin virka daga frá kl. 8 - 16.
Móttaka og sími opin virka daga frá kl. 9 - 14.

Við erum á Facebook!