Hjúkrunarfræði | Háskóli Íslands Skip to main content

Hjúkrunarfræði

Hjúkrunarfræði

240 einingar - BS gráða

. . .

Hefur þú áhuga á fjölbreyttu og gefandi starfi? Viltu vinna náið með fólki á öllum aldri við að bæta heilsu þess og líðan? 

Þá gæti BS-nám í hjúkrunarfræði verið góður kostur!

Um námið

BS-nám í hjúkrunarfræði er fjögurra ára fræðilegt og klínískt nám til 240 eininga. 

Námið er fjölbreytt og kennsla fer fram með fyrirlestrum, umræðutímum, verklegum æfingum, verkefnavinnu og dæmatímum. Lögð er áhersla á að nemendur öðlist skilning á margbreytileika mannsins og áhrifum heilbrigðis og sjúkleika á aðstæður hans og líðan.

Sjá nánar um námið.

Fyrsta flokks færnisetur

Í færnisetrinu í Eirbergi er líkt eftir raunverulegum aðstæðum og nemendur undirbúnir fyrir störf á heilbrigðisstofnunum. Setrið er útbúið fullkomnum tækjabúnaði sem býður upp á ótal möguleika til gagnvirkrar kennslu, til dæmis myndavélakerfi, nákvæma eftirlíkingu á sjúkrastæði, sérstakt úrvinnsluherbergi, lyfjaherbergi, að ógleymdum tölvustýrðum sýndarsjúklingum. 

Inntökuskilyrði

Grunnnám

Til að hefja nám í hjúkrunarfræði skal nemandi hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegu prófi frá erlendum skóla. Nánari upplýsingar um inntökuskilyrði í BS-nám í hjúkrunarfræði

Sjáðu um hvað námið snýst

Umsagnir nemenda

Henný B. Birgisdóttir
Unnur Kjartansdóttir
Henný B. Birgisdóttir
hjúkrunarfræðinemi

Ég ákvað að velja hjúkrunarfræði þar sem mig hafði alltaf langað að starfa inni á spítala, vinna innan um fólk og taka þátt í að stuðla að betri lífsgæðum sjúklinga. Námið er blanda af bóklegu og klínísku námi sem hefst strax á fyrsta ári og nemandinn fær að kynnast þeim vettvangi sem hann stefnir á. Það sem hefur komið mér mest á óvart er fjölbreytileikinn. Námið býður upp á endalausa möguleika í starfi.

Unnur Kjartansdóttir
fyrrum hjúkrunarfræðinemi

Ég ákvað að skrá mig í hjúkrunarfræði þar sem mig langaði til að starfa innan heilbrigðiskerfisins. Eftir að hafa útskrifast af bóknámsbraut í menntaskóla var gaman að byrja í námi sem er blanda af bóklegum og verklegum þáttum. Það kom á óvart hversu fljótt maður fær að kynnast starfi hjúkrunarfræðinga inn á heilbrigðisstofnunum og læra undir handleiðslu þeirra.

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Að námi loknu

BS-nám í hjúkrunarfræði veitir rétt til þess að sækja um starfsleyfi hjúkrunarfræðings. Útskrifaðir nemendur eru eftirsóttir starfsmenn um allan heim. Störf hjúkrunarfræðinga eru fjölbreytt og á starfinu eru bæði hefðbundnar og nýjar og spennandi hliðar. 

BS-námið opnar auk þess að leiðir að margs konar framhaldsnámi.

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang

  • Klínísk hjúkrunarstörf
  • Hið opinbera
  • Einkafyrirtæki
  • Frjáls félagasamtök
  • Fræðsla og forvarnir
  • Hjálparstarf

Félagslíf

Nemendafélagið Curator heldur uppi frábæru félagslífi við Hjúkrunarfræðideild. Markmið Curator er að stuðla að skemmtun, samheldni og góðum anda í deildinni. Félagið stendur meðal annars fyrir nýnemadegi, vísindaferðum, óvissuferð o.fl.

Fylgjast með Curator á Facebook.  

Hafðu samband

Skrifstofa Hjúkrunarfræðideildar
Eirberg, Eiríksgata 34
101 Reykjavík
Sími 525 4960
hjukrun[hja]hi.is

Opið virka daga frá kl. 10:00 - 15:00

Netspjall