Hjúkrunarfræði | Háskóli Íslands Skip to main content

Hjúkrunarfræði

""

Hjúkrunarfræði

240 einingar - BS gráða

. . .

Hefur þú áhuga á fjölbreyttu, krefjandi og gefandi starfi?
Viltu vinna náið með fólki á öllum aldri?
Viltu vinna við að bæta heilsu og líðan fólks?
Viltu aðstoða fólk á erfiðum og góðum stundum?
Viltu takast á við fjölbreyttar áskoranir í námi og starfi?


Þá gæti hjúkrunarfræði verið rétta námið fyrir þig.

Um námið

BS-nám í hjúkrunarfræði er fjögurra ára fræðilegt og klínískt nám. 

Námið er fjölbreytt og kennsla fer fram með fyrirlestrum, umræðutímum, verklegum æfingum, verkefnavinnu og dæmatímum. Lögð er áhersla á að nemendur öðlist skilning á margbreytileika mannsins og áhrifum heilbrigðis og sjúkleika á aðstæður hans og líðan.

“”

Fyrsta flokks færnisetur

Í færnisetrinu í Eirbergi er líkt eftir raunverulegum aðstæðum og nemendur undirbúnir fyrir störf á heilbrigðisstofnunum. Setrið er útbúið fullkomnum tækjabúnaði sem býður upp á ótal möguleika til gagnvirkrar kennslu, til dæmis myndavélakerfi, nákvæma eftirlíkingu á sjúkrastæði, sérstakt úrvinnsluherbergi, lyfjaherbergi, að ógleymdum tölvustýrðum sýndarsjúklingum. 

Inntökuskilyrði

Grunnnám

Til að hefja nám í hjúkrunarfræði skal nemandi hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegu prófi frá erlendum skóla. Nánari upplýsingar um inntökuskilyrði í BS-nám í hjúkrunarfræði

Sjáðu um hvað námið snýst

Umsagnir nemenda

Margrét Guðnadóttir
Brynja Viktorsdóttir
Yousef Ingi Tamimi
Halldóra Egilsdóttir
Ásta María Ásgrímsdóttir
Margrét Guðnadóttir
doktorsnemi í hjúkrunarfræði

Doktorsnám í hjúkrunarfræði er áskorun sem ýtir undir faglegan og persónulegan styrk og þroska. Námið byggir á sjálfstæðum, öguðum vinnubrögðum og gefur tækifæri til að kafa á dýptina í rannsóknarefni. Í slíkri köfun er ómetanlegt að finna einlægan stuðning og velvilja leiðbeinanda. Auk þess er samfélag doktorsnema við hjúkrunarfræðideildina hressandi, fræðandi og upplífgandi jafningjagrundvöllur.

Brynja Viktorsdóttir
Hjúkrunarfræðingur

Ég valdi hjúkrunarfræði þar sem mig langaði að vinna við eitthvað sem væri krefjandi, áhugavert og sem myndi mögulega hafa góð áhrif á líf annarra. Hjúkrun er mjög fjölbreytt og þarf maður að vinna með ólíka þætti eins og sjúkdóma, mannslíkamann, samskipti og almennt um heilsu fólks á lífsleiðinni. Starfið býður upp á margvíslega starfsmöguleika hér á Ísland og erlendis og er alltaf hægt að læra meira eða breyta um svið innan hjúkrunar sem er mikill kostur. 
Þörfin fyrir hjúkrun verður alltaf til staðar þannig að framtíð hjúkrunarfræðinga er björt.

Yousef Ingi Tamimi
MS í hjúkrunarfræði

Ég ákvað að skrá mig í MS-nám, rannsóknaleið, samhliða svæfingahjúkrun sem viðbótardiplóma. Hæfni mín sem klínískur hjúkrunarfræðingur hefur aukist töluvert og fræðilega þekkingin sem ég fæ úr MS-námi hefur hjálpað mikið við að skilja betur hjúkrunarfræðina sem fræðigrein. Námið gerir mér enn betur kleift að skoða með gagrýnum augum þær aðferðir og meðferðir sem við beitum. Það kom á óvart hve gaman ég hef haft af rannsóknarvinnu og því þverfaglega samstarfi sem ég hef tekið þátt í. Dyggur stuðningur leiðbeinenda minna hefur hjálpað verulega við að gera námið skemmtilegt og áhugavert sem og kennarar deildarinnar eru ávallt tilbúnir að aðstoða og eiga umræður um rannsóknaverkefnin.

Halldóra Egilsdóttir
MS-nemi í hjúkrunarfræði

Meistaranámið í hjúkrunarfræði hefur verið allt í senn krefjandi, skemmtilegt og lærdómsríkt. Það hefur gefið mér tækifæri til að dýpka þekkingu mína og auka færni bæði á klínískum og fræðilegum vettvangi. Námið er fjölbreytt og námsumhverfið bæði þægilegt og hvetjandi.

Ásta María Ásgrímsdóttir
Hjúkrunarfræði - BS

Ég valdi nám í hjúkrunarfræði því ég ákvað fyrir löngu að ég vildi verða ljósmóðir þegar ég yrði stór. Síðustu fjögur ár hef ég lært meira en mér hefði nokkrun tímann dottið í hug, námið er krefjandi og erfitt en ótrúlega skemmtilegt og gefandi. Það er farið vel í starfssemi mannslíkamans, vanstarfsemi og sjúkdóma, alla kima hjúkrunar frá bráða í öldrun og svo margt margt meira. Félagslífið er einnig frábært og andinn í deildinni vinalegur og góður. Ég mæli með að allir skrái sig í hjúkrunarfræði.

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Að námi loknu

BS-nám í hjúkrunarfræði veitir rétt til þess að sækja um starfsleyfi hjúkrunarfræðings auk þess opnar BS-námið leiðir að margs konar framhaldsnámi. 

Útskrifaðir nemendur hjúkrunarfræðideildar eru eftirsóttir starfsmenn um allan heim en samkvæmt flokkun Shanghai Rankings (ARWU) raðast hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands í 100. til 150. sæti af öllum hjúkunarfræðideildum í heiminum. 

Texti hægra megin 

Dæmi um starfsvettvang

Hjúkrunarfræðingar starfa á fjölbreyttum vettvangi atvinnulífsins og tækifærin til fjölbreyttra starfa eru víðsvegar hjá fyrirtækjum og stofnunum. 

Lesa má nánar um fjölbreyttan starfsvettvang hér 

Dæmi um það sem hjúkrunarfræðingar starfa við: 

  • Sjúkrahús
  • Heilsugæsla
  • Geðvernd
  • Endurhæfing
  • Fræðsla og forvarnir
  • Hjálparstarf

Félagslíf

Nemendafélagið Curator heldur uppi frábæru félagslífi við Hjúkrunarfræðideild. Markmið Curator er að stuðla að skemmtun, samheldni og góðum anda í deildinni. Félagið stendur meðal annars fyrir nýnemadegi, vísindaferðum, óvissuferð o.fl.

Fylgjast með Curator á Facebook.  

Hafðu samband

Skrifstofa Hjúkrunarfræðideildar
Eirberg, Eiríksgata 34
101 Reykjavík
Sími 525 4960
hjukrun[hja]hi.is

Opið virka daga frá kl. 9-12 og 13-14