Skip to main content

Sagnfræðisjóður dr. Björns Þorsteinssonar

Tilgangur sjóðsins er að styrkja með fjárframlögum stúdenta við nám undir kandídatspróf í sagnfræði og kandídata í sömu grein til að rannsaka og vinna að ritum um sérstök efni, er varða sögu Íslands eða efni því nátengt. Veita má manni styrk til sams konar verkefna, er eigi hefur verið í Háskóla Íslands, og er sérstakar ástæður mæla með því að mati stjórnar og öll stjórnin er sammála þar um.

Sjóðurinn var stofnaður árið 1986 af Guðrúnu Guðmundsdóttur, ekkju dr. Björns Þorsteinssonar, og dóttur þeirra, Valgerði Björnsdóttur.

Sjóðurinn starfar samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og hefur sjálfstætt starfandi stjórn.