Skip to main content

MoN dagur

MoN dagur - á vefsíðu Háskóla Íslands

Framhaldsnámsdagur Matvæla- og næringarfræðideildar, MoN dagurinn, er vettvangur fyrir meistara- og doktorsnema til að kynna rannsóknir sínar.

Á MoN deginum flytja nemendur í meistara- og doktorsnámi við matvæla- og næringarfræði stuttar kynningar á rannsóknum sínum. MoN dagurinn er gott tækifæri fyrir nemendur og leiðbeinendur til að hittast og ræða saman. Öllum nemendum við Matvæla- og næringarfræðideild er boðið að koma og hlusta á kynningarnar.

Boðið er upp á léttar veitingar og hugmyndin er að MoN dagurinn sé á faglegum en aðallega léttum nótum.