Skip to main content

Lögfræðiaðstoð Orators

""

Orator, félag laganema, veitir almenningi endurgjaldslausa lögfræðiaðstoð. 

Nemendur í meistaranámi við lagadeild Háskóla Íslands undir handleiðslu starfandi lögmanna veita aðstoð og svara fyrirspurnum.

Orator hefur fengið samfélagsverðlaun Fréttablaðsins fyrir framtakið. 

Orator er eitt af elstu nemendafélögum Háskóla Íslands, stofnað 1928.

Árið 1933 hóf félagið að veita ókeypis lögfræðiaðstoð fyrir efnalítið fólk en starfsemin lognaðist út af rúmum tveimur árum síðar. 

Þráðurinn var tekinn upp að nýju árið 1981 og hefur lögfræðiaðstoð Orator starfað síðan.

""
Tengt efni