Doktorsnám á Menntavísindasviði | Háskóli Íslands Skip to main content

Doktorsnám á Menntavísindasviði

Doktorsnám á Menntavísindasviði - á vefsíðu Háskóla Íslands

Doktorsnám er rannsóknatengt nám sem tekur að jafnaði þrjú til sex ár og lýkur með Ph.D.-gráðu. Doktorsnám á Menntavísindasviði er þvert á deildir.

Í boði eru tvær námsleiðir:

Markmið doktorsnáms við Menntavísindasvið Háskóla Íslands er að efla hæfni kandídata til að stunda sjálfstæðar vísindalegar rannsóknir og fræðastörf. Jafnframt hefur doktorsnám á sviðinu þann tilgang að efla íslenskar rannsóknir á sviði umönnunar, þjálfunar, uppeldis-, tómstundastarfs og menntunar.

Doktorsnámsnefnd hefur það hlutverk að þróa doktorsnámið og tryggja að það standist alþjóðlegar kröfur. Nefndin hefur eftirlit með náminu, og í samstarfi við deildir umsjón með því, námskeiðahaldi og þeirri stjórnsýslu sem námið krefst.

Umsóknarfrestur um doktorsnám við Menntavísindasvið er til 15. október og 15. apríl ár hvert. Umsóknarfrestur fyrir erlenda umsækjendur er til 1. febrúar ár hvert.

Tengt efni

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Ef þú vilt fá svar frá okkur.
Settu inn skjáskot hér ef þú telur þörf á.
Skrár verða að vera minni en 2 MB.
Leyfðar skráartegundir: gif jpg jpeg png.
CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.