Doktorsnám er rannsóknatengt nám sem tekur að jafnaði þrjú til sex ár og lýkur með Ph.D.-gráðu. Doktorsnám á Menntavísindasviði er þvert á deildir. Í boði eru tvær námsleiðir: Menntavísindi, Ph.D., 210-240e (tímaritsgreinar eða ritgerð) Menntavísindi, Ed.D., 180e Markmið doktorsnáms við Menntavísindasvið Háskóla Íslands er að efla hæfni kandídata til að stunda sjálfstæðar vísindalegar rannsóknir og fræðastörf. Jafnframt hefur doktorsnám á sviðinu þann tilgang að efla íslenskar rannsóknir á sviði umönnunar, þjálfunar, uppeldis-, tómstundastarfs og menntunar. Doktorsnámsnefnd hefur það hlutverk að þróa doktorsnámið og tryggja að það standist alþjóðlegar kröfur. Nefndin hefur eftirlit með náminu, og í samstarfi við deildir umsjón með því, námskeiðahaldi og þeirri stjórnsýslu sem námið krefst. Nefndin fer yfir allar umsóknir sem berast um doktorsnám á sviðinu og ef þær standast kröfur er athugað hvort leiðbeinendur séu til staðar og umsækjendur boðaðir í viðtal.Umsóknarfrestur um doktorsnám við Menntavísindasvið er til 15. október og 15. apríl ár hvert. Umsóknarfrestur fyrir erlenda umsækjendur er til 1. febrúar ár hvert. Námsleiðir Tvær námsleiðir eru í boði: Ed.D. (1) sjá nánar Ed.D-nám Ph.D. (2) ritgerð eða (3) tímaritsgreinar Nám til Ed.D.-gráðu byggist á námskeiðum í aðferðafræði, á námskeiðum sem fela í sér skoðun á eigin starfsvettvangi og rannsóknaverkefni unnið undir handleiðslu leiðsagnarnefndar, en í henni skal einn af þremur sérfræðingum starfa utan skólans. Æskilegt er að einn sérfræðingur í nefndinni hafi reynslu af starfsvettvangi doktorsnema. Umsækjandi þarf að hafa a.m.k. tveggja ára starfsreynslu. Í Ed.D.-námi þarf að ljúka 90–120 eininga doktorsritgerð og 60–90 einingum í formi námskeiða. Nám til Ph.D.-gráðu (ritgerð) byggist á námskeiðum í aðferðafræði, námskeiðum á sérsviði þar sem áhersla er lögð á fræðilega þróun, rannsóknir og kenningar og vinnu við rannsóknarritgerð undir handleiðslu leiðsagnarnefndar en í henni skal einn af þremur sérfræðingum starfa utan skólans. Í Ph.D.-námi þarf að ljúka 120–180 eininga doktorsritgerð og 30–60 einingum í formi námskeiða. Nám til Ph.D.-gráðu (tímaritsgreinar) byggist að hluta til á námskeiðum í aðferðafræði, rannsóknum og kenningum en sérstaklega á ritun rannsóknagreina í tímarit undir handleiðslu leiðsagnarnefndar þar sem tveir eru sérfræðingar utan skólans. Fjöldi greina er ákveðinn í samráði nefndarinnar, nemandans og doktorsnámsnefndar en getur verið frá þremur til fimm. Í Ph.D.-námi þarf að ljúka 120–180 eininga doktorsritgerð og 30–60 einingum í formi námskeiða. Leiðsögn Doktorskandídat fær tvo leiðbeinendur og skal annar þeirra vera aðalleiðbeinandi. Honum er auk þess skipuð leiðsagnarnefnd og í henni sitja leiðbeinendur og 1–2 sérfræðingar sem starfa utan skólans. Val viðfangsefnis til rannsóknar er fyrst og fremst á ábyrgð kandídatsins í samráði við leiðbeinendur og leiðsagnarnefnd hans. Leiðsagnarnefnd er skipuð þegar námsáætlun er í mótun og áður en kandídat leggur fram rannsóknaáætlun og lýkur störfum þegar hún hefur samþykkt ritverk kandídatsins til doktorsvarnar. Námsáætlun Námsáætlun er lýsing á námskeiðum og öðru starfi doktorsnemans allt námstímabilið. Hún er unnin í samvinnu doktorsnema og leiðbeinenda. Gerð er krafa um að ítarleg námsáætlun liggi fyrir innan eins árs frá inntöku. Skal námsáætlun unnin í samráði við leiðbeinendur. Í námsáætluninni komi fram áætlun um námskeið og vægi þeirra í náminu. Áfangamat/rannsóknaáætlun Doktorsrannsókn er unnin á ábyrgð doktorskandídats sem vinnur undir handleiðslu leiðbeinenda og leiðsagnarnefndar. Kandídatinn skal leggja fram rannsóknaverkefni sitt til mats í síðasta lagi tveimur árum eftir að nám hefst. Hann ver rannsóknaverkefnið á fundi með leiðbeinendum og tveimur aðilum utan skólans sem eru sérfræðingar á sviðinu. Fundurinn leggur mat á rannsóknaverkefnið og frammistöðu nemans og gerir tillögur til doktorsnámsnefndar um framhald. Skýrslan sem lögð er fram til mats byggir á ítarlegri úttekt á fyrirliggjandi þekkingu á sviðinu og á nauðsynlegum forathugunum. Hún felur í sér eftirfarandi þætti: Inngangur Kynning og afmörkun viðfangsefnis Stutt greinargerð um markmið og gildi viðfangsefnis Rök fyrir vali viðfangsefnis og hvernig það tengist reynslu eða áformum höfundar Staða þekkingar Kenningarnálgun og skýringar á hugtökum, eftir því sem þörf er á Úttekt á fyrirliggjandi þekkingu úr rannsóknum annarra Spurningar sem leitað er svara við eða álitamál sem varpa skal ljósi á Aðferðir og aðferðafræði Aðferðafræði og rannsóknasnið Greinargerð um gagnaöflun Siðferðileg atriði Fyrirhuguð úrvinnsla gagna Takmarkarnir verksins Forathuganir Framkvæmda- og tímaáætlun Málstofur Kandídatar kynna verkefni sín á málstofum doktorsnema minnst tvisvar á ári. Málstofur eru haldnar að minnsta kosti tvisvar á önn. Markmið málstofu eru einkum að: Skapa vettvang til að kynna eigið verk og kynnast verkum annarra. Laða fram gagnrýni og uppbyggilega umræðu um viðfangsefnin. Skapa tækifæri til skoðanaskipta um aðferðafræðileg álitamál. Veita gagnkvæman stuðning. Veita aðhald. Virk þátttaka í fræðasamfélaginu Frekari upplýsingar væntanlegar. Doktorsvörn Eftir að leiðsagnarnefnd hefur samþykkt doktorsverk til varnar fá utanaðkomandi prófdómarar það til umfjöllunar. Prófdómarar eru skipaðir af forseta fræðasviðsins. Doktorsvörn fer fram í heyranda hljóði. Nánar er kveðið á um doktorsvörn í sérstökum reglum sviðsins. Reglur Sjá nánar: Reglur um doktorsnám við Menntavísindasvið Háskóla Íslands Umsókn um doktorsnám Leiðbeiningar um umsókn um doktorsnám á Menntavísindasviði Gert er ráð fyrir að allar umsóknir berist rafrænt. Doktorsnám, til 180-240e Ph.D. eða 180e Ed.D. Meginmunur á Ph.D.-gráðu og Ed.D.-gráðu er sá, að í Ph.D.-námi er gert ráð fyrir meiri rannsóknarvinnu og viðameira doktorsverkefni, eða 120-180e, en í Ed.D.-námi er gert ráð fyrir 90–120 eininga doktorsritgerð og 60–90 einingum í námskeiðum. Í Ed.D.-námi er gert ráð fyrir tengingu við vettvang á sviði menntamála. Við inntöku er krafist að lágmarki tveggja ára starfsreynslu á því sviði sem rannsóknaverkefnið fjallar um. Sérstakt Ed.D.-nám um forystu og fagmennsku í menntun má finna í kennsluskrá. Tengill á rafrænar umsóknir er neðst á þessari síðu Vönduð rannsóknaráætlun er lykilatriði í árangursríkri umsókn um doktorsnám. Þá er talinn kostur að geta bent á eða hafa haft samband við mögulegan leiðbeinanda þegar umsókn er send inn. Fjármögnun er ekki skilyrði fyrir því að fá inngöngu í doktorsnám á Menntavísindasviði en umsækjendur eru beðnir að gera grein fyrir því hvernig þeir hyggjast framfleyta sér. Meðmælabréf Með rafræna umsóknareyðublaðinu og fylgiskjölunum sem þú sendir inn þurfa að vera umsagnarbréf frá tveimur meðmælendum sem þekkja til hæfni þinnar í námi eða rannsóknum. Skráðu nöfn tveggja meðmælenda í umsóknina. Eyðublað fyrir umsagnaraðila á ensku Eyðublað fyrir umsagnaraðila Þar fyllir þú út fyrstu blaðsíðuna, en þar er gert ráð fyrir sama texta og þú hefur þegar skrifað fyrir liði 4 og 8 hér að neðan, þ.e. greinargerð um þýðingu námsins (4) og lýsingu á rannsóknaefni í hnotskurn (7). Síðan sendirðu eyðublaðið áfram til meðmælenda þinna og þeir ljúka við eyðublaðið og senda rafrænt til kennsluskrifstofu Menntavísindasviðs. Önnur fylgigögn Leiðbeiningar um frágang fylgiskjala með umsókn Með umsókn um doktorsnám á Menntavísindasviði skulu fylgja eftirtalin fylgiskjöl á rafrænu formi. Vinsamlega númerið þau og látið fylgja, í þeirri röð sem þau eru talin upp: Fyrri hluti – Umsækjandi 1. Náms- og starfsferill. Skráið skóla, námsgrein, gráðu eða námskeið/einingar sem lokið var og námslokaár í yfirliti yfir menntun, og stofnun, starf og tímabil fyrir hvert starf. Listarnir eiga að vera í öfugri tímaröð 2. Ritaskrá og valin birt verk. Nákvæm ritaskrá (bækur, greinar, skýrslur o.s.frv.) þarf að fylgja umsókn. Sendið einnig rafræn afrit af völdum ritverkum, þeim sem best sýna reynslu og hæfni umsækjanda á fræðasviði því sem sótt er um. 3. Tengdar rannsóknir og störf. Lýstu, í 300 – 400 orðum, fyrri reynslu þinni af störfum og rannsóknum á sviði því sem þú sækir um. 4. Greinargerð. Hvaða þýðingu telur þú að doktorsnámið muni hafa fyrir þig? Gerðu grein fyrir helstu ástæðum þess að þú sækir um doktorsnám á Menntavísindasviði. 5. Prófskírteini/námsferill. Umsókn skulu fylgja staðfest afrit prófskírteina með námsyfirlitum úr öllu háskólanámi. Staðfest afrit er gefið út af viðkomandi skóla, eða er ljósrit af frumriti sem til þess bær aðili (t.d. sýsluskrifstofa) staðfestir með stimpli og undirskrift. Hægt er að koma með frumrit á Þjónustuborð Háskóla Íslands á Háskólatorgi og fá þar staðfest afrit skírteina, ef þörf krefur. ATHUGIÐ: Aðeins þarf að koma með skírteini ef námið fór fram við aðra skóla en HÍ, KHÍ eða forvera hans. Seinni hluti – Rannsóknaáform 6. Vinnuheiti rannsóknaverkefnis 7. Lýsing á rannsóknaefni í hnotskurn. Hér er rætt stuttlega um fyrirhugaða rannsókn, í aðeins um 200 orðum. Þessi texti verður notaður hjá nefndum og ráðum sem fjalla um doktorsnám innan HÍ. 8. Drög að rannsóknaáætlun Að jafnaði skal skrifa drögin á ensku. Um 1800-2200 orð. Rannsóknaáætlun felur í sér eftirfarandi þætti: Inngangur Kynning og afmörkun viðfangsefnis. Stutt greinargerð um markmið og vísindalegt gildi viðfangsefnis. Rök fyrir vali viðfangsefnis og hvernig það tengist reynslu og/eða áformum höfundar. Staða þekkingar Kenningarleg nálgun og skýringar á hugtökum eftir því sem þörf er á. Stutt úttekt á fyrirliggjandi þekkingu úr rannsóknum annarra – hvað veistu nú þegar? Hvers viltu spyrja og að hverju viltu komast? Aðferðir og aðferðafræði Aðferðafræði og rannsóknasnið. Gagnaöflun – hvernig muntu safna gögnum og hvaðan koma þau? Möguleg siðferðileg atriði varðandi rannsóknina. 9. Drög að námsáætlun Námsáætlun er lýsing á námskeiðum og öðru starfi doktorsnemans allt námstímabilið. Vert er að hafa í huga að nám til doktorsgráðu tekur 3 – 4 ár í fullu námi, en 6 – 8 ár í hlutanámi. Leggðu mat á eigin þekkingu og reynslu, styrkleika og veikleika, og ræddu hvernig þú hefur hugsað þér að skipuleggja nám þitt. Hvaða námskeið stefnirðu á að taka við HÍ og hvenær? Hvenær býstu við að dvelja við háskóla erlendis? Hvað þarftu að gera til þess að verða nægilega vel undirbúin(n) til að hefjast handa við sjálft rannsóknaverkefnið? Hér er óskað eftir drögum að námsáætlun, en endanleg námsáætlun er unnin í samráði við leiðbeinendur, eftir að inntaka í doktorsnám hefur verið samþykkt Gert er ráð fyrir að allar umsóknir berist rafrænt. Önnur fylgigögn berist til: umsokn@hi.is. Ef fylgigögn eru ekki til á rafrænu formi skulu þau berast á Þjónustuborð á Háskólatorgi. Ef sent í pósti skal það póststimplað í síðasta lagi 15. apríl eða 15. október eftir því sem við á og berast á heimilisfangið: Háskóli Íslands, Nemendaskrá, Háskólatorgi, Sæmundargötu 4, 102 Reykjavík. Tengill á rafrænar umsóknir Ef umsókn telst ófullnægjandi verður henni vísað frá. Þeir umsækjendur sem koma til greina verða boðaðir í viðtal áður en lokaákvörðun um inntöku í námið er tekin. Umsóknum verður svarað skriflega. Frekari upplýsingar varðandi umsóknir eru veittar á kennsluskrifstofu Menntavísindasviðs. Slóð á tengil fyrir rafrænar umsóknir má finna í Uglu. Alþjóðleg tengsl Menntavísindasvið er í samstarfi við háskóla á Norðurlöndum um sameiginlegan doktorsskóla NordTed: http://nor-ted.com/ Skipulag doktorsnáms við Menntavísindasvið HÍ byggir að stórum hluta á alþjóðlegu tengslaneti sem starfsmenn þess búa yfir. Nemendur eru hvattir til þess að skrifa ritgerðir sínar á ensku þannig að unnt sé að hafa fræðimenn frá erlendum háskólum bæði sem fulltrúa í leiðsagnarnefnd og sem andmælendur í doktorsvörn. Þetta er gert til að vinna gegn þeim ókostum sem smæð íslenska fræðasamfélagsins hefur í för með sér. Samkvæmt reglum um doktorsnám við Menntavísindasvið HÍ er doktorsnemum skylt að dvelja a.m.k. 2 – 6 mánuði við erlendan háskóla á námstímanum. Með þessu er ýtt undir myndun tengsla við fræðasamfélög erlendis. Sem dæmi um háskóla sem nemendur hafa numið við í tengslum við doktorsnám sitt á Menntavísindasviði má nefna McGill-háskóla í Kanada og Oxford og Exeter í Bretlandi. Einnig er lögð áhersla á samstarf við háskóla á Norðurlöndunum. Háskóli Íslands hefur gert samkomulag um sameiginlegar doktorsgráður við ýmsa erlenda háskóla. Doktorsnemar Verðandi nemendur Einstaklingar sem hafa lokið meistaraprófi eða sambærilegu prófi með fyrstu einkunn frá Kennaraháskóla Íslands, Háskóla Íslands eða öðrum háskóla geta sótt um aðgang að doktorsnámi. Einnig geta þeir sem hafa stundað doktorsnám við annan háskóla sótt um aðgang að doktorsnámi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Reglur um doktorsnámið og upplýsingar um námsleiðir er að finna hér á þessum vef og í kennsluskrá. Skráðir nemendur Nemendur hafa aðgang að innri vef á Uglu. Doktorsnemar eru með vinnuaðstöðu í Skipholti og í Stakkahlíð. Doktorsnemar stofnuðu hagsmunafélag 14. febrúar 2007 og má fræðast um starfsemi þess á FB síðu félagsins. Tenglar Um skiptinám á vegum Alþjóðaskrifstofu. Glærusniðmát Námsfyrirkomulag Námsfyrirkomulag Doktorsnám við Menntavísindasvið byggist á eftirfarandi þáttum: Námskeiðum í aðferðafræði. Öðrum námskeiðum til dýpkunar á því sérsviði sem neminn fjallar um (valin í samráði við leiðbeinendur). Námsdvöl við erlendan háskóla (2 – 6 mánuðir). Virkri þátttöku í fræðasamfélaginu. Doktorsverkefni. Skipan doktorsnáms og ráðning leiðbeinenda við vinnslu doktorsverkefna er ákveðin af umsjónarmanni doktorsnáms í samráði við doktorsnámsnefnd. Handbók Handbók um doktorsnám á Menntavísindasviði uppfærð 2022 Námskeið Námskeið ætluð doktorsnemum má finna í kennsluskrá Háskóla Íslands Listi yfir námskeið í kennsluskrá, Menntavísindi Ph.D 240 einingar, samsetning náms Listi yfir námskeið í kennsluskrá, Menntavísindi Ed.D 180 einingar, samsetning náms Viðmið og kröfur Viðmið og kröfur um gæði Á Menntavísindasviði er doktorsnám í boði þvert á deildir og hafa forsetar fræðasviða skipað doktorsnámsnefnd til að vinna að þróun og uppbyggingu námsins (sjá viðauka A). Núverandi nefnd starfar samkvæmt stefnu sem var mótuð árið 2009. Kapp hefur verið lagt á að mynda námssamfélag sem styður jafnt við leiðbeinendur sem nema. Haldið hefur verið sérstakt námskeið fyrir nýja leiðbeinendur á sviði menntarannsókna með stuðningi frá NordForsk. Hugtakið doktorsskóli er notað yfir alla þá dagskrá sem doktorsnemum og leiðbeinendum stendur til boða á Menntavísindasviði. Samfélagið hefur mótast um leið og það hefur vaxið og eflst. Í doktorsskólanum eru reglulegar málstofur og hafa þær verið haldnar í samstarfi við doktorsnema, rannsóknastofur innan sviðsins og með gestafyrirlesurum. Hluti af gæðamati doktorsnámsins felst í ströngu en uppbyggilegu áfangamati þar sem nemi kynnir efni rannsóknar sinnar í opinberum fyrirlestri og tekur við athugasemdum og leiðbeiningum 4-5 manna matsnefndar á lokuðum fundi. Hluti matsnefndar eru utanaðkomandi aðilar frá öðrum stofnunum á Íslandi eða erlendis frá. Nemar sækja formleg námskeið innan Menntavísindasviðs, í öðrum deildum Háskólans eða við erlenda háskóla. Sviðið gerir kröfur um að doktorsnemar sinni fræðistörfum við erlenda háskóla eða rannsóknastofnanir í tvo til sex mánuði á meðan námið stendur yfir. Auk þess er ár hvert boðið upp á lesnámskeið sem stofnuð eru í samræmi við áhuga, viðfangsefni og þarfir nema. Erlendir vísindamenn taka þátt í mats- og doktorsnefndum, auk þess sem þeir halda fyrirlestra, kenna og ræða við doktorsnámsnefnd og bjóða einstaka nemum einstaklingsleiðsögn um verkefni sín. Margir aðilar við Menntavísindasvið og Háskóla Íslands koma að rekstri og þróun námsins. Í doktorsnámi skiptir samstarf leiðbeinenda og nema miklu máli, en til að það verði skilvirkt og framsækið skiptir mestu að það sé hluti af öflugu samfélagi þar sem allir taka virkan þátt og bera sameiginlega ábyrgð á að skapa krefjandi og eftirsóknarvert námsumhverfi. Dagskrá doktorsskólans 2021 Desember 2021 15. desember Doktorsvörn Anna Björk Sverrisdóttir 1. desember Áfangamat Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir Nóvember 2021 18. nóvember Málstofa doktorsnema á haustmisseri Október 2021 19. október Doktorsvörn Bjarnheiður Kristinsdóttir 4. október Doktorsvörn Pascale Mompoint Gaillard September 2021 28. september Kynningardagur fyrir nýja doktorsnema á Menntavísindasviði Ágúst 2021 9. - 12. ágúst Námskeið um kenningar Basil Bernstein 27. ágúst Doktorsvörn Renata Emilsson Pesková 27. ágúst Áfangamat Helgi Þorbjörn Svavarsson Júní 2021 15. júní Doktorsvörn Susan Gollifer 11. júní Áfangamat José Manuel Tirado 3. júní Doktorsvörn Auður Magndís Auðardóttir Maí 2021 18. maí Málstofa doktorsnema á vormisseri Febrúar 2021 17. febrúar kl. 15.00 Áfangamat Þóru Bjargar Sigurðardóttur - Kynningin er á Zoom _______________________________________________ Nóvember 2020 25. nóvember doktorsvörn Susan Rafik Hama 5. nóvember áfangamat Katrínar Ólafsdóttur Október 2020 28. október málstofa doktorsnema 8. október áfangamat Jóhanns Björnssonar 7. október áfangamat Jóhanns Arnar Sigurjónssonar Ágúst 2020 21. ágúst kl. 13.30 í K205. Áfangamat Rúnu Sifjar Stefánsdóttur 19. ágústkl. 14.00 í Hátíðasal Háskóla Íslands doktorsvörn Soffíu Margrétar Hrafnkelsdóttur 17. - 20. ágúst Námskeið á Laugarvatni. Heimspekileg gagnrýni á menntun, menntastefnu og menntarannsóknir. Júní 2020 9. júní kl. 10.00 í K205. Áfangamat Sigríðar Margrétar Sigurðardóttur Maí 2020 29. maí kl. 13.00 í Hátíðasal Háskóla Íslands doktorsvörn Artem Ingmars Benediktssonar 26. maí kl. 13.00 í Hátíðasal Háskóla Íslands doktorsvörn Vöku Rögnvaldsdóttur 15. maí kl. 13.00 í K205. Áfangamat Óskar Dagsdóttur 14. maí Málstofa doktorsnema á Menntavísindasviði. Mars 2020 2. mars kl. 10.00 í K205. Áfangamat Benjamin Aidoo Febrúar 2020 13. janúar kl. 13.00 í K205. Áfangamat Cynthia Trililani Janúar 2020 13. janúar kl. 13.00 í K207. Áfangamat Friðborgar Jónsdóttur Brautskráð 2022 Doktorsvörn: Ósk Dagsdóttir Doktorsvörn: Ívar Rafn Jónsson Doktorsvörn: Karen Elizabeth Jordan Doktorsvörn: Sigrún Þorsteinsdóttir Doktorsvörn: Rúna Sif Stefánsdóttir Doktorsvörn: Svava Björg Mörk 2021 Doktorsvörn: Anna Björk Sverrisdóttir Doktorsvörn Bjarnheiðar Kristinsdóttur Doktorsvörn Pascale Mompoint Gaillard Doktorsvörn Renata Emilsson Pesková Doktorsvörn Susan Elizabeth Gollifer Doktorsvörn Auðar Magndísar Auðardóttur 2020 Doktorsvörn Susan Rafik Hama Doktorsvörn Soffíu Margrétar Hrafnkelsdóttur Doktorsvörn Artem Ingmars Benediktssonar Doktorsvörn Vöku Rögnvaldsdóttur 2019 Doktorsvörn Eyrúnar Maríu Rúnarsdóttur Doktorsvörn Valgerðar S. Bjarnadóttur Doktorsvörn Söru Margrétar Ólafsdóttur Doktorsvörn Ingibjargar Óskar Sigurðardóttur Doktorsvörn Kristínar Valsdóttur Doktorsvörn Elvars Smára Sævarssonar 2018 Doktorsvörn Kristínar Jónsdóttur Doktorsvörn Guðrúnar Ragnarsdóttur Doktorsvörn Inga Þórs Einarssonar Doktorsvörn Rannveigar Oddsdóttur 2017 Doktorsvörn Kristínar Karlsdóttur Doktorsvörn Hiroe Terada Doktorsvörn Kristjáns Ketils Stefánssonar Doktorsvörn Ásthildar B. Jónsdóttur Doktorsvörn Eddu Óskarsdóttur 2016 Kynning á doktorsritgerð Hjördísar Þorgeirsdóttur frá Exeterháskóla og Háskóla Íslands Doktorsvörn G. Sunnu Gestsdóttur Doktorsvörn Ragnýjar Þóru Guðjónssen Doktorsvörn Jónínu Völu Kristinsdóttur Doktorsvörn Önnu Guðrúnar Edvaldsdóttur 2015 Doktorsvörn Ásrúnar Matthíasdóttur Doktorsvörn Birnu Maríu Svanbjörnsdóttur Doktorsvörn Hrundar Þórarins Ingudóttur Doktorsvörn Anh-Dao Katrínar Tran Doktorsvörn Sigríðar Ólafsdóttur Doktorsvörn Kristínar Norðdahl Doktorsvörn Hrannar Pálmadóttur Doktorsvörn Ingibjargar V Kaldalóns 2014 Doktorsvörn Guðmundar Sæmundssonar Doktorsvörn Jóns Ingvar Kjaran Doktorsvörn Kristjönu Stellu Blöndal Doktorsvörn Guðrúnar Öldu Harðardóttur Doktorsvörn Hermínu Gunnþórsdóttur Doktorsvörn Önnu Ólafsdóttur Doktorsvörn Janusar Guðlaugssonar Doktorsvörn Svanhildar Sverrisdóttur Doktorsvörn Auðar Pálsdóttur 2013 Doktorsvörn Lilju M. Jónsdóttur Doktorsvörn Atla V. Harðarsonar Doktorsvörn Meyvants Þórólfssonar Doktorsvörn Jóns Árna Friðjónssonar 2012 Doktorsvörn Þórdísar Þórðardóttur Doktorsvörn Kolbrúnar Þorbjargar Pálsdóttur 2011 Doktorsvörn Karenar Rutar Gísladóttur Doktorsvörn Kristjáns Þórs Magnússonar Doktorsvörn Svanborgar Rannveigar Jónsdóttur 2010 Doktorsvörn Þuríðar Jónu Jóhannsdóttur 2009 Doktorsvörn Önnu Magneu Hreinsdóttur 2008 Doktorsvarnir frá Kennaraháskóla Íslands 2008 Stjórnsýsla doktorsnáms Stjórnun doktorsnáms Doktorsnám á Menntavísindasviði er skipulagt þvert á deildir sviðsins. Stjórn sviðsins tekur ákvarðanir um málefni doktorsnámsins fyrir hönd deilda. Doktorsnámsnefnd Menntavísindasviðs fer með málefni doktorsnáms fyrir hönd stjórnar sviðsins í samræmi við 1. tölulið 69. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009 um fastanefndir. Í doktorsnámsnefnd sitja eftirfarandi sjö fulltrúar: formaður, sem er skipaður af stjórn sviðsins og er jafnframt fulltrúi sviðsforseta, fulltrúar allra fjögurra deilda, einn fulltrúi stjórnsýslu, sem jafnframt er verkefnisstjóri námsins, og einn fulltrúi doktorsnema. Doktorsnámsnefnd er skipuð til tveggja ára í senn. Formaður nefndarinnar er jafnframt umsjónarmaður doktorsnáms og tengiliður fræðasviðsins við Miðstöð framhaldsnáms. Hlutverk doktorsnámsnefndar er að marka stefnu um tilhögun doktorsnáms og ábyrgjast framkvæmd þess. Nefndin kynnir það nám sem í boði er, fjallar um umsóknir og fylgist með framvindu og gæðum náms og kennslu, m.a. með mati á stöðu rannsóknarverkefna á námstímanum. Nefndin undirbýr mál til afgreiðslu stjórnar Menntavísindasviðs, svo sem tillögur um inntöku doktorsnema og um skipan leiðbeinenda, doktorsnefnda, prófdómara og andmælenda. Doktorsnámsnefnd frá 1. ágúst 2022 til 30. júní 2024 Annadís Greta Rúdólfsdóttir formaður Helga Rut Guðmundsdóttir frá Deild faggreinakennslu Anna Kristín Sigurðardóttir frá Deild kennslu- og menntunarfræði Berglind Rós Magnúsdóttir frá Deild menntunar og margbreytileika Erlingur Sigurður Jóhannsson frá Deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda Steingerður Ólafsdóttir frá stjórnsýslu Menntavísindasviðs Fulltrúi doktorsnema: Jóhann Örn Sigurjónsson. Varafulltrúi: Berglind Gísladóttir, lektor Miðstöð framhaldsnáms Miðstöð framhaldsnáms Hlutverk Miðstöðvar framhaldsnáms er að tryggja og efla gæði meistara- og doktorsnáms við Háskóla Íslands og stuðla að viðgangi þess í samræmi við ákvarðanir háskólaráðs. Miðstöð framhaldsnáms við Háskóla Íslands hefur umsjón með og fylgir eftir settum viðmiðum og kröfum um gæði framhaldsnáms við Háskóla Íslands með það að markmiði að stuðla að kröftugu vísindastarfi sem stenst alþjóðlegan samanburð og samkeppni. Sjá vefsíðu Miðstöðvar framhaldsnáms Tengt efni Miðstöð framhaldsnáms facebooklinkedintwitter