Sálfræðiráðgjöf háskólanema | Háskóli Íslands Skip to main content

Sálfræðiráðgjöf háskólanema

Sálfræðiráðgjöf háskólanema - á vefsíðu Háskóla Íslands

Sálfræðiþjónusta fyrir háskólanema hjá Sálfræðideild Háskóla Íslands.
Sálfræðiráðgjöf háskólanema er þjálfunarstöð meistaranema í klínískri sálfræði. Þar er háskólanemum og börnum þeirra boðið upp á sálfræðiþjónustu.

Ráðgjöfin hefur verið starfrækt síðan 2013. Hlutverk ráðgjafarinnar er fyrst og fremst að þjálfa meistaranema í klínískri sálfræði í greiningu, mati og meðferð á algengum geðröskunum. Ráðgjöfin er opin á meðan á kennslu stendur, september til desember og janúar til maí. Starfsemin fer fram í kjallara Nýja Garðs.

Sálfræðinemarnir veita þjónustuna undir handleiðslu sérfræðinga í klínískri sálfræði. 

Sálfræðiráðgjöf háskólanema hefur það að markmiði:

  • að þjálfa framhaldsnema í sálfræði í að sinna klínískum störfum
  • að veita háskólanemum og börnum þeirra sálfræðiþjónustu

Sálfræðinemar vinna undir faglegri handleiðslu löggiltra sálfræðinga.

""
Tengt efni

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.