Sálfræðiráðgjöf háskólanema | Háskóli Íslands Skip to main content

Sálfræðiráðgjöf háskólanema

““

Sálfræðiráðgjöf háskólanema veitir háskólanemum og börnum þeirra sálfræðiþjónustu, einstaklingsmeðferð og hópmeðferð. Þjónustuna, sem starfrækt er á vegum Sálfræðideildar, veita meistaranemar í klínískri sálfræði við Háskóla Íslands undir handleiðslu sérfræðinga í klínískri sálfræði.

Ráðgjöfin hefur verið starfrækt frá árinu 2013. Í Sálfræðiráðgjöfinni fer fram greining og meðferð við ýmiss konar sálrænum vanda. Unnið hefur verið með málefni einstaklinga, para, fjölskyldna og hópa.

Markmið starfseminnar er tvíþætt. Annars vegar að þjálfa framhaldsnema í sálfræði í klínískum störfum og hins vegar að veita sálfræðiþjónustu fyrir háskólanema og börn þeirra. 

Þeim sem leita til Sálfræðiráðgjafarinnar er meðal annars veitt aðstoð við:

  • að temja sér hjálplegt hugarfar og árangursríka hegðun.
  • að ná námsmarkmiðum og öðrum mikilvægum markmiðum.
  • að vinna að góðri geðheilsu og almennu heilbrigði. 
  • að eiga við tilfinningavanda, svo sem kvíða, þunglyndi, reiði eða skömm.
  • að taka vel ígrundaðar og markvissar ákvarðanir.
  • að þjálfa sig í ákveðni og byggja upp hátt óvissu- og mótlætisþol. 
  • að huga að eigin lífsstíl, endurskoða gildi sín og styrkja karakter sinn.
  • að bæta félagsleg samskipti, efla persónutengsl og fjölskyldubönd.

Í Sálfræðiráðgjöfinni er stuðst við viðurkenndar kenningar um sálfræðimeðferð og gagnreyndar aðferðir. Þar er veitt skammtímameðferð en ekki langtímameðferð. Sem þjálfunarstöð fyrir sálfræðinema er starfseminni ekki ætlað að fást við alvarlegustu sálmein, svo sem langvinna geðsjúkdóma eða eiturlyfjafíkn, en leitast er við að veita aðstoð og vísa þeim málum til viðeigandi meðferðar. 

Sálfræðinemarnir veita þjónustuna undir handleiðslu sérfræðinga í klínískri sálfræði. 


Sálfræðiráðgjöf háskólanema hefur það að markmiði:

  • að þjálfa framhaldsnema í sálfræði í að sinna klínískum störfum
  • að veita háskólanemum og börnum þeirra sálfræðiþjónustu

Sálfræðinemar vinna undir faglegri handleiðslu löggiltra sálfræðinga.

""
Tengt efni

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.