Sálfræðiráðgjöf háskólanema | Háskóli Íslands Skip to main content

Sálfræðiráðgjöf háskólanema

Sálfræðiráðgjöf háskólanema er þjálfunarstöð í klínískri sálfræði og er starfrækt á vegum Sálfræðideildar Háskólans.

Sálfræðiráðgjöfin hefur tvíþætt markmið; að þjálfa framhaldsnema í sálfræði í að sinna klínískum störfum og að veita skjólstæðingum sálfræðiþjónustu, það er háskólanemum og börnum þeirra. Meistaranemar í hagnýtri sálfræði á kjörsviðinu Klínísk sálfræði veita ráðgjöfina undir faglegri handleiðslu löggiltra sálfræðinga. 

Forstöðumaður Sálfræðiráðgjafar háskólanema er Gunnar Hrafn Birgisson, PsyD, sérfræðingur í klínískri sálfræði.

Þeim sem leita til Sálfræðiráðgjafarinnar er meðal annars veitt aðstoð við:

  • að ná markmiðum sínum
  • að leysa úr sálrænum vanda
  • að breyta hegðun, hugarfari og/eða lífsstíl
  • að bæta samskipti sín við annað fólk
  • að vinna að því sem stuðlar að góðri heilsu, bættri líðan og heilbrigði 

Stuðst er við gagnreyndar aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar og aðrar aðferðir sem rannsóknir sýna að beri árangur, svo sem efling núvitundar.

Sem þjálfunarstöð fyrir sálfræðinema er Sálfræðiráðgjöfin ekki ætluð til þess að fást við alvarlegustu sálmeinin eins og langvinna geðsjúkdóma, eiturlyfjafíkn eða önnur djúpstæð sálmein sem tilheyra frekar geðdeildum eða öðrum meðferðarstofnunum.

Sálfræðiráðgjöf háskólanema hefur það að markmiði:

  • að þjálfa framhaldsnema í sálfræði í að sinna klínískum störfum
  • að veita háskólanemum og börnum þeirra sálfræðiþjónustu

Sálfræðinemar vinna undir faglegri handleiðslu löggiltra sálfræðinga.

""
Tengt efni

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.