Umsóknarfrestur Sækja má um doktorsnám hjá sviðinu allt árið, óháð ákveðnum dagsetningum. Vinsamlegast hafið samband við verkefnisstjóra framhaldsnáms phdsens@hi.is ef rafrænt umsóknarblað er ekki aðgengilegt. Sótt er um nám á rafrænni umsókn. Eyðublaðið er aðgengilegt á umsóknartíma. Rafræn umsókn Sótt er um nám við Háskóla Íslands í gegnum samskiptagátt skólans. Þar getur þú fylgst með stöðu umsóknar. Eftirfarandi upplýsingar þarf að gefa upp á rafræna umsóknareyðublaðinu: Val á námsleið Persónuupplýsingar Upplýsingar um fyrra nám: Prófgráður, námsgreinar og lokaár. Umsagnir/meðmæli: Í rafrænni umsókn þarf að tilgreina nöfn, símanúmer og netföng umsagnaraðila. Umsagnaraðilar þurfa að skila skriflegum umsögnum beint til Háskóla Íslands, nema að annað sé tekið fram. Vinsamlegast gætið þess að öll umbeðin fylgigögn berist sem fyrst. Upplýsingar um námið, aðgangskröfur o.fl. er að finna í kennsluskrá. Eftir að umsókn er samþykkt er hægt að ganga frá greiðslu skrásetningargjaldsins. Í samskiptagátt Háskólans er nú hægt að greiða gjaldið með greiðslukorti í einu lagi eða með kortaláni. Athugið að þegar sótt er um doktorsnám á Verkfræði- og náttúruvísindasviði fæst umsókn ekki samþykkt nema fyrir liggi hver verður leiðbeinandi. Nemendum er bent á að hafa samband við kennara á því sviði sem þeir hafa hug á í sínu framhaldsnámi. Vinsamlegast tilgreinið nafn og netfang leiðbeinanda í greinargerð. Fylgiskjöl Ferilskrá (CV) Greinargerð Prófskírteini og námsferill, skila þarf skönnuðu eintaki og hengja með umsókn en einnig þarf að skila inn staðfestu afriti á pappír. Liggi fyrir drög að umsókn um fjárstuðning til sjóða skulu þau fylgja. Hyggist umsækjandi vinna rannsóknarverkefni utan deildar eða stofnana hennar skal fylgja með yfirlýsing og staðfesting á þátttöku þeirrar stofnunar eða fyrirtækis sem umsækjandi hyggst vinna verkefnið með. Ferilskrá Persónulegar upplýsingar, menntun (skarast að nokkru leyti við rafræna umsóknareyðublaðið), starfsreynsla, áhugamál, tölvu- og tungumálakunnátta, önnur kunnátta t.d. reynsla af kennslu, þátttaka í ráðstefnum, ritaskrá og viðurkenningar. Vinsamlegast notið PDF-form og hengið við rafræna umsókn. Setjið nafn og lýsingu á viðkomandi skjali í titil þess, til dæmis: Gudrun_Jonsdottir_Ferilskra.pdf Greinargerð Greinargerð (hámark 1 A4 blaðsíða) um markmið þín og væntingar þínar til námsins þar sem m.a. kemur fram hvers vegna þú velur framhaldsnám hjá viðkomandi deild og hvernig þú hefur hugsað þér að nýta þér það. Vinsamlegast tilgreinið nafn og netfang leiðbeinanda. Nemandi þarf frá upphafi náms að vera með samþykkt um leiðbeiningu úr hópi fastra kennara við deild háskólans. Vinsamlegast notið PDF-form og hengið við rafræna umsókn. Setjið nafn og lýsingu á viðkomandi skjali í titil þess, til dæmis: Gudrun_Jonsdottir_Greinargerd.pdf Prófskírteini Prófskírteini, námsferill og skírteinisviðauki, hengd við rafræna umsókn OG frumriti eða staðfestu afriti skilað á pappír (þarf ekki hjá umsækjendum sem hafa lokið fyrra námi sínu hjá Háskóla Íslands eftir 1981). Skila þarf námsferli með lista allra lokinna námskeiða þar sem fram koma einingar og einkunnir hvers námskeiðs. Frumrit eða staðfest afrit á pappír þarf að vera gefið út af viðkomandi skóla og með bæði undirskrift og stimpli. Skila þarf prófskírteini og námsferli á eftirfarandi hátt: Skannað afrit, læsilegt, svarthvítt eða í lit, skal hengja við rafræna umsókn. Setjið nafn og lýsingu á viðkomandi skjali í titil þess, til dæmis: Gudrun_Jonsdottir_Profskirteini.pdf Frumrit eða staðfest afrit á pappír skal senda á neðangreint heimilisfang: Háskóli Íslands Nemendaskrá Sæmundargata 4 102 Reykjavík Með umsókn í framhaldsnám þarf að skila staðfestum afritum af öllum prófskírteinum á pappír til Háskóla Íslands eigi síðar en tveimur vikum eftir að umsókn er skilað. Umsagnir og meðmæli Í rafrænni umsókn þarf að tilgreina nöfn, símanúmer og netföng tveggja umsagnaraðila. Umsagnaraðilar þurfa að skila skriflegum umsögnum beint til Háskóla Íslands, nema að annað sé tekið fram. Gott er að umsagnaraðilar séu t.d. háskólakennarar eða aðrir sem geta dæmt um námsgetu þína. Umsagnaraðilar skulu skrifa stutta greinargerð og senda beint til Háskóla Íslands, en hún á ekki að fylgja gögnum umsækjanda. Umsagnir er hægt að senda annað hvort: Í tölvupósti (PDF-skjal í viðhengi) á umsokn@hi.is merkt í efni pósts: Doktorsnám í þeirri deild sem sótt er um ásamt nafni umsækjanda. Verður að vera sent úr netfangi umsagnaraðila. Í pósti á neðangreint heimilisfang: Háskóli Íslands Nemendaskrá Sæmundargata 4 102 Reykjavík Undanþága á skilum á umsögnum og meðmælum Umsækjendur sem hafa lokið meistaranámi sínu hjá sömu deild og sótt er um í doktorsnámi hjá Verkfræði-og náttúruvísindasviði HÍ þurfa ekki að skila skriflegum umsögnum/meðmælabréfum. Aftur í nám eftir hlé Nemendur sem skráðu sig ekki í nám árið sem þeir voru samþykktir og ákváðu að fresta námi um eitt misseri verða að endurnýja umsókn sína áður en umsóknarfrestur rennur út. Fylla þarf út rafræna umsókn en ekki þarf þó að skila fylgigögnum inn að nýju. Taka skal fram í umsóknarferli að viðkomandi hafi frestað upphafi náms. Nemendur, sem eru í námshléi en vilja hefja nám að nýju, verða að hafa samband í tölvupósti við verkefnisstjóra (phdsens@hi.is). Hyggist nemandi sækja um mat á námskeiði/um, framlengingu á námstíma eða annað slíkt sendir hann inn skriflegt erindi í tölvupósti til verkefnisstjóra (phdsens@hi.is). facebooklinkedintwitter