Skip to main content

Alþjóðlegt samstarf við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild

Nemendum deildarinnar gefst kostur á að taka hluta af námi við erlenda/n háskóla, þeir geta sótt um að fara í skiptinám í einhvern af samstarfsskólum Háskólans í eitt eða tvö misseri og jafnvel í eitt ár. Nánar um alþjóðlegt samstarf. Verkefnisstjóri alþjóðamála við Hugvísindasvið veitir nemendum deildarinnar upplýsingar um skiptinám (sjá upplýsingar um starfsfólk á skrifstofu sviðsins). Viðtalstímar eru á skrifstofu sviðsins á skrifstofutíma, alla virka daga frá 10-12.

Studia Theologica

Guðfræði- og trúarbragðafræðideild á aðild að fræðiritinu Studia Theologica ásamt öðrum guðfræðideildum á Norðurlöndunum.  Þetta er helsta guðfræðirit sem gefið er út á Norðurlöndunum og er hugsað sem vettvangur fyrir norræna guðfræðinga að kynna sínar rannsóknir í alþjóðlegu samhengi. Hér má nálgast ritið.