Hlutverk Endurmenntunar, með öflugri nýsköpun í námsframboði og þjónustu, er að efla hæfni og þekkingu fólks í starfi og einkalífi. Stefna Endurmenntunar er að vera ávallt eftirsóknarverðasti valkostur fyrirtækja, stofnana og einstaklinga til símenntunar á Íslandi.
Endurmenntun er skilvirkur farvegur fyrir miðlun þekkingar Háskóla Íslands til samfélagsins. Með það að markmiði er unnið með deildum Háskóla Íslands og öðrum samstarfsaðilum.
Endurmenntun Háskóla Íslands, sem hefur verið starfrækt síðan 1983, er í fararbroddi í endur- og símenntun á Íslandi. Hún hefur margþætt tengsl við íslenskt samfélag og teygir anga sína víða.
Rekstur Endurmenntunar byggir eingöngu á námskeiðsgjöldum. Endurmenntun nýtur engra opinberra fjárframlaga.
Flýtileið