Skip to main content

Framandi sjávarlífverur við Ísland

Rannsóknir setursins á framandi tegundum við Ísland eru í samstarfi með dr. Sindra Gíslasyni og Náttúrustofu Suðvesturlands. Meginmarkmið rannsóknanna er að meta útbreiðslu og fjölda nýrra tegunda við landið með áherslu á sjávarhryggleysingja. Rannsóknir okkar hafa leitt í ljós að allnokkrar framandi tegundir hafa borist til Íslands á undanförnum árum sem má að líkindum rekja til aukinna skipaflutninga (tegundaflutningur með kjölfestuvatni) og hlýnunar sjávar.