Nýnemadagar | Háskóli Íslands Skip to main content

Nýnemadagar

Nýnemadagar - á vefsíðu Háskóla Íslands

Háskóli Íslands býður nýnema velkomna með sérstökum nýnemadögum 30. ágúst til 3. september 2021. Við hefjum nýnemadaga á kynningu á þeirri fjölþættu þjónustu sem nemendum stendur til boða.

Mánudaginn 30. ágúst á milli klukkan 11:30 og 13:00 á Háskólatorgi. 

Þar má til að mynda hitta fulltrúa frá:

  • Upplýsingatæknisviði og Uglunni
  • Náms- og starfsráðgjöf
  • Alþjóðasviði
  • Háskólakórnum
  • Tungumálamiðstöð
  • Landsbókasafni
  • og fleiri

Við hvetjum nýnema líka til að horfa þetta myndband þar sem farið er yfir allar helstu upplýsingar sem gott er að hafa á hreinu þegar þú hefur nám í Háskóla Íslands. 

Fræðasvið skólans eru einnig með nýnemakynningar. Nýnemakynningar fræðasviða er að finna í viðburðadagatali og eftir sviðum hér neðar á síðunni.

Þarftu upplýsingar?

Þegar nemendur þurfa þjónustu af einhverju tagi er Þjónustuborðið Háskólatorgi oft fyrsti viðkomustaðurinn.

Upplýsingaborð fyrir nýnema verður opið á Háskólatorgi alla vikuna frá kl. 10 - 14. Þar má fá svör við hinum ýmsu spurningum er varða námið, skólann, staðsetningar, félagslífið, þjónustu og margt fleira.

Lærðu á háskólasvæðið

Stúdentaráð býður nýnemum í gönguferð um Háskólasvæðið til að hjálpa öllum að rata og læra á svæðið.  Lagt verður af stað frá upplýsingaborði fyrir nýnema á Háskólatorgi kl.12.30 mánudaginn 30. ágúst og þriðjudaginn 31. ágúst.  Það er einnig hægt að skoða nýnemarölts myndbandið og fræðast staðsetningar og byggingar. 

Félagslíf

Spurningaleikur fyrir nýnema er á Uglunni á nýnemadögum og alltaf glæsilegir vinningar eru í boði s.s. gjafabréf í Stúdentakjallarann og Bóksölu stúdenta, prentkvótar, háskólapeysur, kaffikort, dansnámseið og fl.  Skemmtilegar spurningar sem allar tengjast einhverju í háskólalífinu. 

Boðið verður upp á tónleika í hádeginu fimmtudaginn 2. september og föstudaginn 3. septemeber. 

Félagslífs og menningardeild Stúdentaráðs heldur Bingó fyrir nýnema þar sem glæsilegir vinningar verða í boði og svo má ekki gleyma hinum árlegu mínútuleikum þar sem nemendafélögin keppa sín á milli.  

Facebook-síða fyrir alla nýnema Háskólans sem er óháð námsleiðum og fræðasviðum og opin öllum sem eru að hefja nám við skólann. Á síðunni geta allir nýir nemendur leitað upplýsinga hver hjá öðrum og átt í allskonar óformlegum samskiptum á jafningjagrundvelli.

Endilega fylgstu með Instagram reikningi Háskólans þar sem kynnt er ýmis þjónusta sem stendur nemendum til boða. 

Helstu þjónustudeildir

Hér eru tenglar á helstu þjónustu og eru nemendur eindregið hvattir til að kynna sér. Ekki hika við að hafa samband er það brenna á ykkur spurningar.

Samfélagsmiðlar

Endilega fylgstu með Háskólanum á:

Á YouTube-rás Háskólans má sjá myndbönd frá nýnemadögum fyrri ára.

Tengt efni
Myndband frá Nýnemadögum 2018