Skip to main content

Nýnemadagar

Nýnemadagar - á vefsíðu Háskóla Íslands

Háskóli Íslands býður nýnema velkomna með sérstökum nýnemadögum 5. - 9. september 2022.

Upplýsingaborð fyrir nýnema verður opið í nýnemavikunni frá kl. 10 - 14 á Háskólatorgi. 

Fulltrúar frá Stúdentaráði standa fyrir svörum á upplýsingaborðinu. Þar má fá svör við hinum ýmsu spurningum er varða námið, skólann, húsnæði, félagslíf, þjónustu og margt fleira.

Við hvetjum nýnema líka til að horfa þetta myndband þar sem farið er yfir allar helstu upplýsingar sem gott er að hafa á hreinu þegar þú hefur nám í Háskóla Íslands.

Það er tilvalið að óska eftir aðgangi að Facebook-síðu fyrir alla nýnema Háskólans sem er óháð námsleiðum og fræðasviðum og opin öllum sem eru að hefja nám við skólann. Á síðunni geta nýir nemendur leitað upplýsinga hver hjá öðrum og átt í óformlegum samskiptum á jafningjagrundvelli.

Endilega fylgstu með Instagram-reikningi Háskólans þar sem kynnt er ýmis þjónusta, stuðningur og félagslíf sem stendur nemendum til boða.

Gönguferð um háskólasvæðið.

Stúdentaráð býður nýnemum í gönguferð um háskólasvæðið til að hjálpa til við að rata um svæðið og finna réttar byggingar. Lagt er af stað frá upplýsingaborði fyrir nýnema á Háskólatorgi.  Það er einnig hægt að skoða myndband af rölti um svæðið og fræðast um staðsetningar bygginga.

Spurningaleikur fyrir nýnema.

Spurningaleikur fyrir nýnema verður í Uglunni á nýnemadögum en þar verður spurt um ýmislegt sem tengist háskólalífinu. Glæsilegir vinningar verða í boði, s.s. gjafabréf í Stúdentakjallarann og Bóksölu stúdenta, prentkvótar, gjafabréf á haustönn Háskóladansinns, áhugakönnun eða námskeið á vegum NSHÍ að eigin vali, háskólapeysur, kaffikort og fl.

Nýnemamót StúdentaráðsÁrlegt nýnemamót Stúdentaráðs er haldið beint fyrir utan Aðalbyggingu. Þar geta allir nemar tekið þátt í fótbolta með sínu nemendafélagi og þarf hvert lið að vera skipað 7-10 keppendum. Þar af þurfa tveir að vera nýnemar. Sigurvegarar fótboltamótsins hljóta farandbikarinn ásamt öðrum veglegum vinningum. Liðið í skemmtilegasta búningunum fær einnig glæsilega vinninga. Taktu hluta af náminu erlendis Alþjóðasvið býður nýnemum og öðrum nemum kost á því að kynna sér spennandi tækifæri á skiptinámi, starfsþjálfun og sumarnámi.

Fræðasvið skólans eru einnig með nýnemamóttökur. Nýnemamóttökur fræðasviða er að finna í viðburðadagatali og eftir sviðum hér neðar á síðunni.

Tengt efni
Í þessu myndbandi finnurðu allar helstu upplýsingar sem gott er að hafa á hreinu þegar þú hefur nám í Háskóla Íslands.