Móttaka nýnema | Háskóli Íslands Skip to main content

Móttaka nýnema

Netspjall

Móttaka nýnema í grunnnámi við Menntavísindasvið verður haldin mánudaginn 27. ágúst nk. í húsnæði sviðsins í Stakkahlíð. Starfsfólk og nemendafélög sviðsins leggja mikla áherslu á að tekið sé vel á móti nýjum nemendum. Á nýnemakynningunni er farið yfir lykilatriði sem tengjast náminu, starfsemi og aðstöðu sviðsins. Boðið verður upp á hádegissnarl að lokinni dagskrá.

Móttakan er kjörinn vettvangur til að kynnast háskólasvæðinu og mynda tengsl við samnemendur. Kennsla hefst samkvæmt stundatöflu eftir hádegi. Drög að stundatöflum hafa verið birtar í Uglu. 

Nemendur fá sendan tölvupóst með ítarlegum upplýsingum um móttökuna í lok júní. Þátttaka í nýnemadögum er hluti af náminu. 

Nánari dagskrá verður auglýst í ágúst.

Verið velkomin til náms á Menntavísindasviði.

Tengt efni

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
13 + 4 =
Leystu þetta einfalda dæmi. T.d. ef dæmið er 1 + 3, settu þá inn 4.