Skip to main content

Veröld – hús Vigdísar

Netspjall

Nýjasta bygging Háskóla Íslands er Veröld – Hús Vigdísar. Húsið var formlega opnað sumardaginn fyrsta, 20. apríl 2017, að viðstöddu fjölmenni.

Húsið er helgað kennslu, rannsóknum og viðburðum sem tengjast erlendum tungumálum og menningu. Byggingin fékk nafnið Veröld – hús Vigdísar að undangenginni nafnasamkeppni meðal almennings.

Byggingin hýsir Vigdísarstofnun – alþjóðlega miðstöð tungumála og menningar, sem starfrækt er á grundvelli samkomulags milli íslenskra stjórnvalda og Menningarstofnun – alþjóðlega miðstöð tungumála og menningar, sem starfrækt er á grundvelli samkomulags milli íslenskra stjórnvalda og Menningar- og vísindastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO.

Þar er einnig aðstaða fyrir fyrirlestra- og ráðstefnuhald, vinnuaðstaða fyrir erlenda gestafræðimenn og fyrir kennslu og rannsóknir í erlendum tungumálum við Háskóla Íslands.

Í húsinu er Vigdísarstofa, þar sem hægt er að fræðast um sögulegt kjör  Vigdísar Finnbogadóttur í embætti forseta Íslands þann 29. júní 1980 og sérstakt rými ætlað fyrir sýningar um tungumál og menningu.

Markmiðið með starfseminni í húsinu er því að auka þekkingu á erlendum tungumálum og menningu og mikilvægi þeirra og miðla henni sem víðast til leikra og lærðra.

Tengt efni

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
11 + 7 =
Leystu þetta einfalda dæmi og settu inn niðurstöðuna. T.d. ef dæmið er 1 + 3, settu þá inn 4.