Skip to main content

Rannsóknir við Matvæla- og næringarfræðideild

Rannsóknir við Matvæla- og næringarfræðideild - á vefsíðu Háskóla Íslands

Við Matvæla- og næringarfræðideild er mikil áhersla lögð á rannsóknir og nýsköpun. Rannsóknastofa í næringarfræði, sem tilheyrir Háskóla Ísland og Landspítala, er ein öflugasta eining háskólans í rannsóknavirkni á hvert stöðugildi kennara. Deildin á einnig þátt í öflugum matvælarannsóknum á Matís.

Í grunnnáminu er strax farið að kenna vinnubrögð sem notuð eru í rannsóknum en eiginleg rannsóknarvinna hefst fyrst og fremst í framhaldsnáminu. Meistaranám er að stórum hluta rannsóknarverkefni sem unnið er undir handleiðslu og í samstarfi við kennara og samstarfsfólk innanlands og utan. Doktorsnám felur einnig í sér vísinda- og tæknileg rannsóknarverkefni sem leiða til nýrrar þekkingar og nýsköpunar. Yfirlit yfir rannsóknaverkefni nemenda.

Rannsóknir

Rannsóknir í Matvæla- og næringarfræði eru fjölbreyttar og þverfaglegar.  Yfirlit yfir rannsóknir deildar má sjá á IRIS rannsóknargátt.

Deildin tekur þátt í rannsóknum sem snerta matvælaframleiðslu, sjálfbærni og næringu mannsins sjá rannsóknarverkefni deildar

Sérstakur samningur er við Matís ohf, sem er opinbert hlutafélag í rannsóknum, þróun og nýsköpun matvæla. Á Matís vinnur fjöldi nemenda að rannsóknum í framhaldsnámi með það að markmiði að efla alþjóðlega samkeppnishæfni íslenskrar matvælaframleiðslu, stuðla að hollustu og öryggi matvæla. 

Rannsóknastofa í næringarfræði (RÍN) er vísindaleg rannsóknastofnun við Háskóla Íslands og Landspítala sem hefur samstarf við háskóla, deildir spítalans og aðrar stofnanir um rannsóknir á sviði næringarfræði.

RÍN tekur einnig að sér þjónusturannsóknir og ýmis verkefni sem tengjast næringu og heilsu bæði fyrir opinbera aðila sem og einkaaðila.

Heimasíða Rannsóknastofu í næringarfræði

Tengt efni