Skip to main content

Hvaða nám hentar mér?

Nemendaráðgjöf Háskóla Íslands veitir verðandi og skráðum stúdentum Háskóla Íslands upplýsingar um námsframboð og ráðgjöf um námsval í opnum viðtalstímum.

Allar upplýsingar má nálgast á vefsíðu Nemendaráðgjafar. Eitt af því sem Nemendaráðgjöf Háskóla Íslands býður þeim sem hyggja á háskólanám upp á er Bendill sem er íslensk rafræn áhugakönnun. Lesa má nánar um áhugakönnunina Bendil á vefsíðu könnunarinnar. 

Samkvæmt Bendli er nám á háskólastigi skipt niður í sex áhugasvið sem útskýrð eru hér neðar á síðunni. Undir hverju þessara sex áhugasviða eru svo undirsvið sem námsleiðir Háskóla Íslands eru flokkuð undir.

Smelltu á þann undirflokk á myndinni hér að neðan sem vekur áhuga þinn til þess að sjá hvaða námsleiðir í HÍ tilheyra honum og kynntu þér það nám sem þér líst best á:

Við mælum með að verðandi nemendur panti sér tíma í áhugakönnunina og viðtal hjá námsráðgjafa hjá Nemendaráðgjöf á eftir til þess að fara yfir niðurstöðuna.

Nemendaráðgjöf HÍ er opin frá kl. 9-12 og 13-16 alla virka daga.

Netfang: radgjof@hi.is

Sími: 525 4315