Skip to main content

Heimspekisjóður Brynjólfs Bjarnasonar

Tilgangur sjóðsins er að styrkja með fjárframlögum stúdenta í framhaldsnámi í heimspeki. Styrkþegi skal halda fyrirlestur á vegum Félags áhugamanna um heimspeki eigi síðar en tveimur árum eftir að honum var veittur styrkurinn. Sjóðurinn var stofnaður árið 1990 af Elínu Brynjólfsdóttur, dóttur Brynjólfs Bjarnasonar, og manni hennar, Gottfred Vestergaard. 

Sjóðurinn starfar samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og hefur sjálfstæða stjórn.