Skip to main content

Doktorsnám á Hugvísindasviði

Doktorsnám á Hugvísindasviði  - á vefsíðu Háskóla Íslands

Á Hugvísindasviði er unnt að leggja stund á doktorsnám í þeim námsgreinum þar sem viðkomandi deild og Hugvísindasvið meta að nauðsynleg aðstaða og sérþekking sé fyrir hendi, enda hafi sviðsstjórn og háskólaráð samþykkt námið. Markmið doktorsnáms er að veita doktorsnemum víðtæka og trausta rannsóknaþjálfun, gera þá færa um að stunda sjálfstæð vísindastörf, afla nýrrar þekkingar og miðla henni.

Doktorsnám á Hugvísindasviði er að jafnaði þrjú ár (180e) í Mála- og menningardeild, Deild heimspeki, sagnfræði og fornleifafræði og Guðfræði- og trúarbragðafræðideild en fjögur ár (240e) í Íslensku- og menningardeild.