Skip to main content

Lagadeild

Laganemar

Lagadeild

Lagadeild Háskóla Íslands hefur verið starfrækt frá stofnun skólans árið 1911. Mikil og góð reynsla er því fyrir hendi ásamt því að kennsluhættir eru í senn bæði nútímalegir og fjölbreyttir.

Markmið Lagadeildar er að brautskrá framúrskarandi lögfræðinga sem eigi ríkan þátt í að efla og styrkja íslenskt réttarkerfi í nútíð og framtíð.
 

Sjáðu um hvað námið snýst

""

Grunnnám

Skipan BA-námsins miðast við þrjú ár eða 6 misseri og vegur 180 einingar (ECTS). Lágmarkseinkunn er 6.0 í öllum námskeiðum. Öll námskeið í BA-náminu eru skyldunámskeið og lýkur náminu með 6 eininga lokaritgerð.

Sjá nánari upplýsingar um námskröfur á síðu námsleiðarinnar.

""

Framhaldsnám

Meistaranám Lagadeildar er í senn hagnýtt og vandað. Í meistaranáminu beita nemendur grunnþekkingu sinni í lögfræði á sjálfstæðan og gagnrýnin hátt. Lagt er kapp á að nemendur sýni fram á skilning og tök á námsefninu. Þessi áhersla á sjálfstæð vinnubrögð, undir umsjón færustu kennara, undirbýr nemendur markvisst fyrir þau fjölmörgu störf sem þeim bjóðast að námi loknu.

Hafðu samband

Nemenda- og kennsluþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
Netfang: nemFVS@hi.is

Lagadeild
Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík
Opið virka daga frá 9 - 12 
Sími: 525 4500 

Bóka viðtal við nemendaþjónustu Félagsvísindasviðs

Image result for facebook logo Facebook

Þjónustutorg Gimli