Skip to main content

Lögfræði

Lögfræði

Félagsvísindasvið

Lögfræði

BA – 180 einingar

Með lögum skal land byggja.

Nám í lögfræði við Háskóla Íslands er allt í senn spennandi, skemmtilegt og gagnlegt en Lagadeild HÍ leggur áherslu á að miðla fræðunum eftir bestu leiðum sem þekkjast í nútíma kennsluaðferðum í lögfræði. Máttur virkrar samræðu milli kennara og nemenda er nýttur til hins ýtrasta í því samhengi og í kennslunni og námsmati er lögð áhersla á raunhæf dæmi.

Skipulag náms

X

Inngangur að lögfræði (LÖG101G)

Viðfangsefni námskeiðsins er stutt yfirlit yfir meginreglur og hugtök helstu sviða hins íslenska réttarkerfis, þ.e stjórnskipunarréttar, stjórnsýsluréttar, réttarfars, samninga- og kröfuréttar, skaðabótaréttar og refsiréttar. Tilgangur námskeiðsins er að veita nemendum innsýn í gildandi rétt áður en hafist er handa við að fjalla um hina lagalegu aðferð og grunnhugtök lögfræðinnar í "Almennri lögfræði". Námskeiðið er kennt á fyrstu 3-4 vikum haustmisseris og skal próf haldið í síðustu viku september og sjúkra og upptökupróf í lok verkefnaviku í október.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Hrefna Dögg Gunnarsdóttir
Diljá Mist Einarsdóttir
María Rún Bjarnadóttir
""
Elvar Austri Þorsteinsson
Hrefna Dögg Gunnarsdóttir
Lögfræði, mag.jur.

Námið í Lagadeild Háskóla Íslands hefur nýst mér afskaplega vel í störfum mínum, bæði sem lögmaður og í rannsóknum, meðal annars fyrir Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Þar tel ég hafa skipt megin máli að hafa fengið að njóta þess að læra undir leiðsögn góðra kennara deildarinnar og að hafa fengið tækifæri til að aðstoða við rannsóknir og kennslu á meðan á náminu stóð. Bæði kennarar og annað starfsfólk deildarinnar eru að auki í góðum tengslum við nemendur. Í deildinni eignaðist ég síðan afar góða vini og félaga en það gerði lífið í Lagadeild auðvitað einstakt.

Hafðu samband

Nemenda- og kennsluþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
s. 525 4500 
Netfang: nemFVS@hi.is

Opið virka daga frá 09:00 - 15:00 
Gimli - Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík

Bóka viðtal við nemenda- og kennsluþjónustu Félagsvísindasviðs

Lagadeild á samfélagsmiðlum

 Instagram   Facebook

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.