Lögfræði | Háskóli Íslands Skip to main content

Lögfræði

Lögfræði

180 einingar - BA gráða

. . .

Í Lagadeild er spennandi og skemmtilegt umhverfi fyrir nemendur og kennara. Kennslan er nútímaleg og fjölbreytt og tekur mið af því besta sem gerist. Lögð er rík áhersla á gagnvirka kennsluhætti þar sem máttur virkrar samræðu milli kennara og nemanda er nýttur til hins ýtrasta.

Um námið

BA-nám í lögfræði er skipulagt sem þriggja ára nám og jafngildir 180 einingum. Nemendur ljúka 17 skyldunámskeiðum í grunngreinum sem öllum lögfræðingum er nauðsynlegt að kunna skil á. 

Lagadeild Háskóla Íslands býður upp á nám í lögfræði sem aukagrein fyrir stúdenta í BA- og BS-námi við aðrar deildir Háskólans þar sem reglur þessara deilda standa því ekki í vegi.

Inntökuskilyrði í grunnnám í lögfræði.

Inntökuskilyrði er að hafa hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegu prófi frá erlendum skóla. Lagadeild hefur tekið þá ákvörðun að hætta að nota inntökupróf (A-prófið) við inntöku nýnema í deildina.

Inntökuskilyrði

Grunnnám

 Að hafa lokið stúdentsprófi, lokaprófi frá frumgreinadeild Keilis (háskólabrú), lokaprófi frá háskólagrunni Háskólans í Reykjavík (áður Tækniháskóla Íslands og Tækniskóla Íslands) eða sambærilegu prófi frá erlendum skóla.

Sjáðu um hvað námið snýst

Umsagnir nemenda

Fredrik Erik Carl Hansson
Elvar Austri Þorsteinsson
Sigmar Aron Ómarsson
""
Fredrik Erik Carl Hansson
Meistaranemi í LL.M í auðlindarétti og alþjóðlegum umhverfisrétti

When comparing different LL.M. Programs in Europe related to Environmental Law, I found the one at the University of Iceland to be the most suitable. The Program provided the right specialisation courses, it was all in English and it had both the EU and the international dimension. In the well composed broad selection of courses, there was always a possibility to put focus on environmental issues, for example, in presentations or student papers. Attending the Program also gave a great opportunity to exchange experiences with other students from both Europe and other parts of the world, with an interest in the same legal field.

Elvar Austri Þorsteinsson
laganemi

Ég hef alla tíð haft áhuga á samfélaginu og regluverki þess, sem og mannlegum samskiptum. Í mínum augum eru lög og reglur tæki manna sem ætlað er að láta samfélagið okkar ganga upp. Mér þótti virkilega spennandi að kanna þessi tæki og fá tækifæri til að vinna með þau, þekkja þau og beita þeim dags daglega. Ótalmargir árekstrar eiga sér stað í samfélaginu á degi hverjum og kemur lögfræðin þar inn. Leitast hún meðal annars við að leysa úr flækjum og álitamálum og er í stöðugri þróun til að takast á við ört þróandi og flóknara samfélag. Ég taldi lögfræðina þannig alltaf koma til með að skapa tækifæri fyrir metnaðarfulla einstaklinga sem eru tilbúnir til að takast á við áskoranir. Þess vegna lét ég verða af því að skrá mig í laganámið.

Sigmar Aron Ómarsson
laganemi

Lögfræði varð fyrir valinu hjá mér vegna þess að ég hef mikinn áhuga á gangverki og leikreglum samfélagsins, enda teygir lögfræðin anga sína út í alla mögulega og ómögulega kima þess, allt frá stjórnskipuninni og stjórnsýslunni til viðskiptalífisins til fjölskyldulífsins. Ég valdi Lagadeild Háskóla Íslands vegna þess að þar er unnið gríðarlega öflugt rannsóknarstarf og öll kennsla byggir á nýjustu rannsóknum fræðimanna deildarinnar, sem eru margir hverjir fróðustu sérfræðingar landsins á sínum sviðum. Auk þess er deildin í mjög góðum tengslum við lögfræðinga hjá ýmsum stofnunum og fyrirtækjum, lögmenn, dómara, saksóknara og fleiri í atvinnulífinu sem veita hagnýta innsýn inn í fjölbreytt viðfangsefni á hverju sviði. Saman myndar þetta öflugan þekkingar- og reynslubanka sem útskrifaðir lögfræðingar frá Háskóla Íslands taka með sér þaðan og gerir það að verkum að þeir eru mjög eftirsóttir til starfa eftir útskrift – og jafnvel áður en þeir útskrifast!

Kamilla Kjerúlf
laganemi

Námið í Lagadeild Háskóla Íslands er mjög góður undirbúningur fyrir að starfa sem lögfræðingur. Kennararnir eru sérfræðingar á sínu sviði og góðir í að miðla vitneskju sinni til nemenda og vekja áhuga þeirra á námsefninu. Þetta er krefjandi nám en samt sem áður mjög skemmtilegt og áhugavert. Námið í lagadeildinni hefur reynst mér afar vel og leitt af sér ýmis spennandi tækifæri fyrir mig. Það sem stendur upp úr er sumarnám við Stanford háskóla í Bandaríkjunum, þáttaka í málflutningskeppnum og félags- og nefndarstörf sem ég hef unnið fyrir Lagadeildina og Orator félag laganema. Þá hef ég einnig eignast frábæra vini og myndað gott tengslanet fyrir framtíðina.

Hafsteinn Dan Kristjánsson
Lögfræði, mag. jur.

Með námi við Lagadeild Háskóla Íslands er lagður traustur grundvöllur fyrir starf lögfræðingsins sem og fyrir frekara nám t.d. á erlendum vettvangi. Ástæður þess eru þær að skipulag námsins miðar að því að gefa nemendum í BA-námi breiða og haldgóða þekkingu á helstu grunnsviðum réttarins. Síðan gefst nemendum í meistaranámi kostur á því að byggja frekar á þessum grunni og nema sérhæfðari réttarsvið, allt eftir áhugasviði hvers og eins. Sú dýpt, sá hraði og þær kröfur sem gerðar voru við Lagadeild Háskóla Íslands reyndist mér vera afskaplega góður undirbúningur fyrir frekara nám á erlendri grundu. Var það þegar ég stundaði nám við lagadeildir háskólanna í Oxford og Harvard árin 2012 og 2013. Til viðbótar þessu hefur mér fundist sú áhersla sem er lögð á aðferðafræði við deildina hafa búið mig einkar vel undir frekara nám og störf eftir útskrift.

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Fjölbreyttir starfsmöguleikar lögfræðinga

Lögfræðingar frá Lagadeild Háskóla Íslands eru eftirsóttir starfsmenn. Auk hefðbundinna starfa við dómstóla og á lögmannsstofum starfa lögfræðingar í stjórnsýslunni, hjá fyrirtækjum, stofnunum, bönkum og fjármálafyrirtækjum, hagsmunasamtökum og lífeyrissjóðum.

Þá hafa lögfræðingar haslað sér völl sem stjórnendur fyrirtækja sem stunda innlend og alþjóðleg viðskipti og við margvísleg störf erlendis meðal annars hjá alþjóðastofnunum.

Texti hægra megin 

Framhaldsnám  erlendis

Nemendum deildarinnar gengur vel að komast í framhaldsnám við virta erlenda lagaháskóla. Er það ekki síst vegna gæða þeirrar menntunar sem þeir hafa aflað sér í Lagadeild Háskóla Íslands og þess góða orðspors sem fer af deildinni.

Orator - félagslíf

Félag laganema heitir Orator. Það stendur fyrir mörgum uppákomum, m.a. vísindaferðum, heimsóknum á lögmannsstofur, í stofnanir og fyrirtæki og heldur ræðu- og íþróttakeppnir. Hápunktur vetrarins er svo hin glæsilega árshátíð Orators sem haldin er á afmæli Hæstaréttar og hátíðisdegi félagsins, 16. febrúar. Lesið meira um starfsemina á heimasíðu Orators. Nánar um félagslíf í Hí

Hafðu samband

Nemendaþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
Netfang: nemFVS@hi.is

Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík
Opið virka daga frá 9 - 15 
Sími: 525 4500 

Image result for facebook logo Facebook