Skip to main content

Lokaverkefni í MAcc námi

Nám til meistaraprófs í reikningsskilum og endurskoðun er 90 einingar hið minnsta og taka nemendur 15 námskeið. Hvert námskeið jafngildir 6 einingum.
Til að ljúka 120 eininga meistaranámi gefast tveir valmöguleikar.

1) skrifa 30 eininga meistararitgerð eða

2) taka tvö valnámskeið á meistarastigi í viðskiptafræðideild, 2 x 6 einingar, og skrifa 18 eininga meistararitgerð

Námskeiðin tvö skal taka á fyrra kennsluári, ekki hægt að flytja yfir á seinna lesárið.

Verklag við úthlutun leiðbeinanda
Áður en nemandi getur gert samning vegna lokaritgerðar (rannsóknarverkefnis) skal hann hafa valið sér efni. Senda skal lýsingu um efni, efnistök sem og áætlun um framkvæmd
með því að fylla út neðangreint form.

Nauðsynlegt er að nemendur fylli út skráningarform áður en ritgerðarskrif hefjast.

Forstöðumaður námslínunnar úthlutar svo leiðbeinendum til nemenda eftir efnisvali þeirra. Efnisval skal vera innan reikningsskila og endurskoðunar.