Skip to main content

Ferðaheimildir

Ferðaheimildir eru til að standa straum af kostnaði starfsmanna Háskóla Íslands og stofnanna þeirra sem þurfa að ferðast erlendis vegna vinnu sinnar.

  • Jóel Evert Patreksson, verkefnastjóri á fjármálasviði sér um afgreiðslu ferðaheimilda
  • Birna Björnsdóttir afgreiðir ferðakostnað vegna rannsóknarleyfa

Sótt er um dagpeninga þegar lögð er inn ferðaheimild ásamt reikningi fyrir flugfari og farseðli.

Áður en ferð til útlanda hefst, ber að afla skriflegrar heimildar og skal hún samþykkt af yfirmanni viðkomandi skipulagseiningar.

Í heimildinni skal tilgreindur:

  • fjöldi ferðadaga
  • fjöldi gistinátta auk
  • annar kostnaður sem ferðinni tengist svo sem ráðstefnu- og námskeiðsgjöld

Að lokinni ferð skal viðkomandi starfsmaður gera ferðakostnaðarreikning. Honum skal skilað ásamt brottfararspjöldum innan 30 daga frá heimkomu.

Ferðakostnaðarnefnd hefur sett reglur þar sem nánar er kveðið á um útfærslu við greiðslu erlendra dagpeninga. Sjá nánar umburðarbréf ferðakostnaðarnefndar 26. maí 2004.

Um greiðslu ferðakostnaðar ríkisstarfsmanna vegna ferðalaga á vegum ríkisins erlendis fer samkvæmt reglum nr. 39/1992 og auglýsingu nr. 569/1994 og nr. 13/1996 um breytingu á þeim reglum. Um ferða- og farangurstryggingu ríkisstarfsmanna er skv. ákvæðum kjarasamninga þeirra.

Nánari upplýsingar má finna í Uglu