Skip to main content

Vísindasmiðjan

Vísindasmiðja Háskóla Íslands býður upp á dagskrá fyrir skólahópa þeim að kostnaðarlausu. Smiðjan er opin þriðjudaga til föstudaga frá 9:15-10:45 og frá 11:00-12:30. 

Vísindasmiðjan er að hluta grundvölluð á veglegri gjöf frá Orkuveitu Reykjavíkur. Hún afhenti Háskóla Íslands allan þann búnað og tæki sem áður tilheyrðu Rafheimum í Elliðaárdal og notaður var til fræðslu skólabarna.

Háskólinn tók við gjöf Orkuveitunnar með fyrirheit um að búnaður og tæki yrði notað áfram til fræðslu ungmenna og yrðu hvati að fjölbreyttum og lifandi kennsluaðferðum

Vísindasmiðjan leggur áherslu á að:

  • efla áhuga ungmenna á vísindum með gagnvirkum og lifandi hætti
  • styðja við kennslu á sviði náttúru- og raunvísinda
  • miðla vísindalegri þekkingu til samfélagsins
""
Tengt efni