Nordplus | Háskóli Íslands Skip to main content

Nordplus

Nordplus er menntaáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar. Markmið áætlunarinnar er að efla og þróa norræna samvinnu í menntamálum á Norðurlöndum og Eystrasaltslöndum, styðja við norræn tungumál og menningu og stuðla að sameiginlegum menningarskilningi landanna. Innan Nordplus er lögð áhersla á að fleiri en þrír háskólar séu í samstarfi á tilteknu fræðasviði og myndi þannig fagnet og er Háskóli Íslands þátttakandi í mörgum og fjölbreyttum fagnetum. Að auki er Háskóli Íslands þátttakandi í þverfaglega netinu Nordlys sem gagnast sérstaklega þeim sem ekki eiga þess kost að sækja um styrki úr fagneti.

Nordplus skiptinámsstyrkur samanstendur af ferðastyrk að hámarki 660€ og að hámarki 200€ dvalarstyrk á mánuði. Einnig er hægt að sækja um styrk vegna styttri heimsókna, lágmark 5 dagar og er dvalarstyrkur þá 70€ á viku.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.