Skip to main content

Starfsþjálfun erlendis

Starfsþjálfun/rannsóknavinna

Nemendur HÍ geta sótt um Erasmus+ styrk til starfsþjálfunar eða rannsóknarvinnu í háskólum, fyrirtækjum eða stofnunum í Evrópu. Einnig er hægt að fara í starfsþjálfun að loknu námi, í allt að tólf mánuði frá útskrift. Nemendur eiga þannig kost á dýrmætri alþjóðlegri starfsreynslu sem getur komið sér vel síðar meir. 

Nemendur geta fengið dvölina metna sem hluta af náminu við HÍ, sem hluta af lokaverkefni eða skráða í skírteinisviðauka.

Hvað segja nemendur?

Júlia Kozáková
Úlfar Steinn Hauksson
Björk Hrafnsdóttir
Júlia Kozáková
Starfsþjálfunarnemi við Cambridge Judge Business School

Starfsþjálfun er frábært tækifæri til að kanna betur hvar áhugi þinn á að starfa liggur, efla færni þína og styrkja ferilskrána og tengslanetið. Þú getur eignast nýja vini frá ýmsum löndum og heimsótt spennandi staði. Starfsþjálfunin hefur nú þegar haft jákvæð áhrif á feril minn þar sem mér bauðst áframhaldandi starf á vinnustaðnum þar sem starfsþjálfunin fór fram.

Úlfar Steinn Hauksson
Starfsþjálfunarnemi við egf Manufaktur í Þýskalandi

Starfsþjálfun hjá erlendu stórfyrirtæki gerir mann klárlega verðmætari starfskraft og maður hefur ákveðið forskot fram yfir aðra sem ekki hafa þessa alþjóðlegu reynslu og tengsl. Það er dýrmætt að fara út fyrir þægindarammann, kynnast annarri menningu og starfsumhverfi og fá um leið alþjóðlega starfsreynslu.

Björk Hrafnsdóttir
Starfsþjálfunarnemi á Feneyjartvíæringnum

Starfsþjálfunin á Feneyjartvíæringnum veitti mér einstakt tækifæri til að kynnast einni af virtustu listahátíðum í heimi og fólki innan listaheimsins alls staðar að. Starfsþjálfun er frábær leið til að afla þér reynslu og kynnast nýju starfsumhverfi.

Hafðu samband

Alþjóðasvið
Háskólatorgi, 3. hæð
Sími: 525-4311
Netfang: ask@hi.is
Starfsfólk Alþjóðasviðs

Opið alla virka daga, kl. 10.00-15.00