"Tengslatorgið er vettvangur sem býður uppá atvinnutækifæri handa stúdentum, og þeir geta séð svart á hvítu að fyrirtæki og atvinnulíf óski eftir kröftum þeirra." Jóna Þórey Pétursdóttir forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands 2019-2020. Vefurinn Tengslatorg er alhliða atvinnu- og verkefnamiðlun fyrir nemendur og liður í að efla tengsl Háskóla Íslands við samfélagið, atvinnulífið og hið opinbera í samræmi við stefnu skólans HÍ21. Háskóli Íslands býður fyrirtækjum og stofnunum að auglýsa endurgjaldslaust eftir starfskröftum með háskólamenntun á Tengslatorginu. Háskóli Íslands og 50skills eru komin í samstarf sem felst í því að viðskiptavinir 50skills, margir af stærstu vinnustöðum landsins, geta nú birt störf sín með sjálfvirkum hætti á Tengslatorginu. Við hlökkum til að sjá samstarfið vaxa og dafna! Samstarf við 50skills Viðskiptavinir 50skills slást nú í hóp fjölmargra sem hafa nýtt sér þennan vettvang með árangursríkum hætti. Tengslatorgið er sérstaklega hugsað fyrir starfsauglýsingar þar sem krafist er háskólamenntunar. Þar er einnig hægt að auglýsa tímabundin, hluta- og/eða sumarstörf. Á meðal stúdenta er hægt að finna framtíðarstarfskrafta sem búa yfir þekkingu og færni sem nýtist á vinnumarkaði. Með auglýsingum ná atvinnurekendur til um 13.000 stúdenta á öllum stigum háskólanáms. Háskólinn útskrifar stúdenta þrisvar á ári sem gerir það að verkum að framboð er allt árið um kring af einstaklingum sem hafa lokið háskólagráðu. Jafnframt býður notkun Tengslatorgs upp á tækifæri til aukins samstarfs á milli háskólans, rannsakenda og atvinnulífs sem getur leitt til nýsköpunar og þróunar. Jónína Kárdal náms- og starfsráðgjafi er verkefnisstjóri Tengslatorgsins og tengiliður við notendur þess, þ.e. fyrirtæki, stofnanir, stúdenta og rannsakendur. Þú getur haft samband við Jónínu í s: 525-4315, tengslatorg@hi.is og/eða joninaka@hi.is Jónína Kárdal er verkefnisstjóri Tengslatorgs HÍ, hægt er að hafa samband við hana með tölvupósti á tengslatorg@hi.is og í síma 525-4336. emailfacebooklinkedintwitter
Þarfnast þessi síða lagfæringar? Var efnið hjálplegt? Var efnið hjálplegt? * Já Nei Endilega láttu okkur vita hvað má betur fara * Viltu fá svar frá okkur? Viltu fá svar frá okkur? Netfang * Svo hægt sé að hafa samband við þig. Skjáskot Settu inn skjáskot hér ef þú telur þörf á.Skrár verða að vera minni en 2 MB.Leyfðar skráartegundir: gif jpg jpeg png. CAPTCHASía fyrir ruslpóst Hvaða stafir eru á myndinni? * Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.