Tengslatorg Háskóla Íslands | Háskóli Íslands Skip to main content

Tengslatorg Háskóla Íslands

"Tengslatorgið er vettvangur sem býður uppá atvinnutækifæri handa stúdentum, og þeir geta séð svart á hvítu að fyrirtæki og atvinnulíf óski eftir kröftum þeirra." Jóna Þórey Pétursdóttir forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands 2019-2020.

Vefurinn Tengslatorg er alhliða atvinnu- og verkefnamiðlun fyrir nemendur og liður í að efla tengsl Háskóla Íslands við samfélagið, atvinnulífið og hið opinbera í samræmi við stefnu skólans HÍ21. Háskóli Íslands býður fyrirtækjum og stofnunum að auglýsa endurgjaldslaust eftir starfskröftum með háskólamenntun á Tengslatorginu.

Háskóli Íslands og 50skills eru komin í samstarf sem felst í því að viðskiptavinir 50skills, margir af stærstu vinnustöðum landsins, geta nú birt störf sín með sjálfvirkum hætti á Tengslatorginu. Við hlökkum til að sjá samstarfið vaxa og dafna!

Jónína Kárdal er verkefnisstjóri Tengslatorgs HÍ, hægt er að hafa samband við hana með tölvupósti á tengslatorg@hi.is og í síma 525-4336.