Skip to main content

Heimsmarkmið 13

Aðgerðir í loftslagsmálum

Bráðaaðgerðir gegn loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra*

Heimsmarkmið 13

13.1 Auka viðbragðsáætlanir og forvarnir við vá af völdum loftslagsbreytinga og náttúruhamfara alls staðar í heiminum.

13.2 Ráðstafanir vegna loftslagsbreytinga verði að finna í landsáætlunum, stefnumótunum og skipulagi.

13.3 Menntun verði aukin til að vekja fólk til meðvitundar um hvernig mannauður og stofnanir geta haft áhrif og brugðist við loftslagsbreytingum, þar á meðal með snemmbúnum viðbúnaði og viðvörunum.

* Hafandi hugfast að rammasamningur Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar er helsti alþjóðlegi milliríkjavettvangur til þess að ná fram samningum um hnattræn viðbrögð við loftslagsbreytingum.

Tengt efni