Skip to main content

Inntökuskilyrði í sálfræðinám

Grunnnám

BS-nám í sálfræði

Inntökuskilyrði í BS-nám við Sálfræðideild er stúdentspróf eða sambærilegt próf. Lokapróf frá frumgreinadeild Keilis, Háskólabrú, og frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík, Háskólagrunni, telst sambærilegt stúdentsprófi. Æskilegur undirbúningur er 3. hæfniþrep í íslensku, ensku og stærðfræði

Framhaldsnám

MS-nám í hagnýtri sálfræði

Námið opið þeim er lokið hafa 180 eininga BA/BS-námi í sálfræði, að jafnaði með fyrstu einkunn.
Námsgráður í sálfræði frá öðrum háskólum en Háskóla Íslands eru metnar með tilliti til þeirra krafna sem gerðar eru við Sálfræðideild Háskóla Íslands.

Fjöldi nýrra nemenda í meistaranám í hagnýtri sálfræði takmarkast við 35.

Ef umsækjendur sem uppfylla inntökuskilyrði eru fleiri en unnt er að taka inn byggist val á eftirtöldum sjónarmiðum:

  • Röðun einkunna nemenda í námskeiðum og/eða röðun aðaleinkunnar á lokaprófi í sálfræði.
  • Námi að loknu BS/BA-prófi í sálfræði
  • Greinargerðum um fræðileg og fagleg áform í námi og starfi. Hámark ein bls.
  • Starfsreynslu umsækjenda
  • Rannsóknareynslu og birtingu fræðigreina
  • Meðmælabréfum
  • Viðtölum

Nánari upplýsingar um fylgigögn með umsókn