Skip to main content

Fylgigögn með umsókn í hagnýtri sálfræði

Fylgigögn með umsókn í hagnýtri sálfræði - á vefsíðu Háskóla Íslands

Upplýsingar og rafræn fylgigögn sem óskað er eftir að fylgi umsókn í MS nám í hagnýtri sálfræði:

  • Ferilskrá (CV)
  • Greinargerð um fræðileg og fagleg áform í námi og starfi, hámark ein bls. MS-nám í hagnýtri sálfræði skiptist í fjögur kjörsvið. Í upphafi greinargerðar skulu umsækjendur taka skýrt fram hvaða kjörsvið er sótt um í MS-námi í hagnýtri sálfræði (Klínísk sálfræði (barna- eða fullorðinslína), Megindleg sálfræði og Félagsleg sálfræð) og hvers vegna. Að auki þurfa umsækjendur í Klíníska sálfræði að taka skýrt fram í greinargerðinni hvort þeir séu að sækja um klíníska sálfræði fullorðinna eða klíníska barnasálfræði.
  • Prófskírteini/námsyfirlit
    Umsækjendur sem ekki hafa lokið grunnnámi hjá Háskóla Íslands (HÍ) þurfa að skila inn staðfestum fylgigögnum; námsferilsyfirlit með árangursröðun ásamt prófskírteini með einum af eftirtöldum möguleikum, eigi síðar en viku eftir að umsóknarfresti lýkur (athugið að nemendur sem lokið hafa grunnnámi frá HÍ eftir 1981 eða eru að ljúka grunnnámi þurfa ekki að skila afriti af prófskírteini):
    • Með rafrænni undirskrift á PDF-formi.
      Aðeins eru tekin gild PDF-skjöl sem eru með rafrænni undirskrift og eru listuð inn á viðeigandi lista yfir trausta Adobe aðila. Skjalið má setja beint inn í umsókn eða senda það með tölvupósti á admission@hi.is
    • Staðfest afrit á pappír.
      Með undirskrift og stimpli í lit frá viðeigandi stofnun, eða öðrum til þess bærum aðila, t.d. sýslumanni. Gögnunum þarf að skila inn á Þjónustuborð Háskólatorgs eða senda þau með pósti. Viðakandi er:

      Háskóli Íslands
      Nemendaskrá Háskólatorgi
      Sæmundargötu 4
      102 Reykjavík
      Ísland

    • Í gegnum sérstakan prófunargrunn eða rafræna staðfestingargátt.
      Staðfestingargátt inn á vefsíðu sem stjórnað er af ríkinu/stofnun eða fræðsluaðila. Umsækjendur þurfa að gefa upplýsingar um hvar grunninn eða gáttina er að finna og láta allar upplýsingar (svo sem tilvísunarnúmer) sem þarf að gefa upp sem hluta af sannprófunarferlinu. Nemendur bera ábyrgð á öllum gjöldum sem tengjast þessu ferli.
    • Skjöl sem eru gefin út af sérstakri þjónustugátt viðeigandi lands.
      Þjónustugátt þriðja aðila eins og til dæmis:
      • Parchment
      • GradIntelligence
      • National Student clearing House
      • Digitary
      • My equals
      • Open Certs. 

Aðgangur að gáttinni sendist á admission@hi.is. Umsækjendur bera ábyrgð á öllum gjöldum sem tengjast þessu ferli. Ganga þarf úr skugga um að öll tilvísunarnúmer sem þjónustan gæti krafist til staðfestingar fylgi með í tölvupóstinum. 

Óstaðfest eða skönnuð skírteini eru ekki gild fylgigögn

  • Meðmælendur
    • Nöfn og netföng tveggja meðmælenda. Þessar upplýsingar þarf að slá inn í þar til gerða reiti í umsókninni. Heppilegt er að meðmælendur séu núverandi eða fyrrverandi kennarar í háskólanámi eða yfirmenn á vinnustað. Meðmælendur ættu ekki að vera fjölskyldumeðlimir eða nánir vinir umsækjanda.
    • Meðmælendur þurfa að skila inn meðmælabréfi í .pdf formi með stuttu og hnitmiðuðu heiti á skjali.
      • Meðmælabréf um umsækjanda um meistaranám í sálfræði við Háskóla Íslands er hægt að skila inn á eftirfarandi eyðublöðum á íslensku eða ensku: Eyðublað fyrir meðmælendurReference form. Einnig má skrifa hefðbundið meðmælabréf. Öll meðmælabréf eiga að berast á PDF formi með tölvupósti frá netfangi meðmælanda til umsokn@hi.is
  • Þeir nemendur sem teknir eru inn í MS nám í sálfræðideild þurfa að skila inn nýju sakavottorði.
Tengt efni