Skip to main content

Fyrrverandi starfsfólk

Fyrrverandi starfsfólk - á vefsíðu Háskóla Íslands

Skólabæjarhópur

Mannauðssvið í samstarfi við Skólabæjarnefnd, stendur fyrir morgunfundum fyrir starfsfólk Háskóla Íslands sem hefur hætt störfum vegna aldurs eða annarra ástæðna.

Morgunfundur er ,,opið hús “ annan miðvikudag í hverjum mánuði yfir vetrartímann frá kl. 10 til 12. Fundirnir eru haldnir í fundarsal safnaðarheimilis Neskirkju, nema annað sé tekið fram.

  • Skólabæjarhópur heldur úti Facebook-síðu þar sem fundir eru auglýstir.

Á fundum gefst fólki tækifæri til að hitta fyrrum vinnufélaga og spjalla yfir kaffi og meðlæti auk þess að fræðast um hin ýmsu málefni góðra gesta sem tengjast háskólanum og samfélaginu.

Fundirnir eru fyrrum starfsmönnum og mökum þeirra að kostnaðarlausu en nauðsynlegt er að tilkynna um þátttöku í síma 525-4000 eða senda tölvupóst á: skolabaer@hi.is