Skip to main content

Nám á eigin vegum

Þeir sem hyggja á nám erlendis á eigin vegum geta snúið sér til Upplýsingastofu um nám erlendis. Upplýsingastofan veitir góð ráð við undirbúning og gerð umsókna, forkröfur s.s. tungumálapróf, auk annarra hagnýtra atriða sem hafa þarf í huga.

Á vef upplýsingastofunnar www.farabara.is má finna ýmsar gagnlegar upplýsingar um umsóknarferli, lönd og skóla - auk lista yfir fjölmarga styrki sem standa námsmönnum á Íslandi til boða.

Allar nánari upplýsingar má finna á vef upplýsingastofunnar, en nemendum er einnig velkomið að hafa samband símleiðis eða með tölvupósti upplysingastofa@rannis.is.