Skip to main content

Sagan

Sagan - á vefsíðu Háskóla Íslands

Ágrip úr sögu tannlæknakennslu á Íslandi

Árið 1945 hófst tannlæknakennsla við Háskóla Íslands í kjölfar laga um tannlæknanám á Íslandi sem samþykkt voru á Alþingi árið 1941. Lögin kváðu á um að námið skyldi heyra undir Læknadeild Háskóla Íslands og þrír tannlæknar útskrifuðust árlega.

Nýjar reglur um tannlæknanám tóku gildi 1947 en með þeim var námið endurskipulagt og fjórir tannlæknar útskrifaðir árlega. Námið var lengt úr fimm árum í sex árið 1958 og sama ár var sex nemum hleypt árlega á annað námsárið eftir að hafa staðist samkeppnispróf í lok fyrsta námsárs.

Tannlæknadeild var sett á laggirnar sem sérstök deild innan Háskóla Íslands árið 1972. Hafin var bygging á húsnæði undir deildina árið 1980 en kennsla í tannlækningum fór þá fram í húsakynnum Landspítalans.

Nýbygging Tannlæknadeildar var tekin í notkun árið 1983 og jafnframt var nemum fjölgað í átta á ári. Nú eru sjö til átta nemendur í hverjum árgangi og tekur kennsla í tannlæknisfræði til kandidatsprófs sex ár.