Laus störf | Háskóli Íslands Skip to main content

Laus störf

Laust starf við prófgæslu

Á næstu misserum verður prófhald Háskólans rafvætt, þ.e. nemendur munu leysa prófverkefni á eigin tölvur. Því er leitað eftir tölvuliprum einstaklingum sem geta brugðist við einföldum tæknilegum vandamálum.
Væntanlegir prófverðir fá þjálfun í prófaeftirliti í Inspera-próftökukerfinu sem verið er að innleiða.
Próf eru yfirleitt 3 klst. að lengd og greitt er jafnaðarkaup um kr. 2.800 á klst. fyrir 4 stundir hið minnsta.
Almenn próf eru haldin 2. til 18. desember og 25. apríl til 10. maí en að auki eru fjölmörg próf haldin utan þessara tímabila.
Vinsamlega fylltu þetta eyðublað út ef þú hefur áhuga á að starfa við prófgæsluna. Öllum umsóknum verður svarað.

Bókasafns- og upplýsingafræðingur, Menntavísindasvið, Háskóli Íslands

Á bókasafni Menntavísindasviðs Háskóla Íslands er laust til umsóknar full starf bókasafns- og upplýsingafræðings. Bókasafn Menntavísindasviðs er sérhæft bókasafn á sviði menntavísinda og þeirra faggreina sem kenndar eru á sviðinu. Eitt helsta markmið safnsins er að veita nemendum og starfsfólki góða þjónustu og aðgang að upplýsingum vegna náms, kennslu og rannsókna. Grunngildi safnsins eru þekkingarmiðlun, fagmennska, frumkvæði og samvinna.

Verkefnisstjóri, Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands

Laust er til umsóknar fullt starf verkefnisstjóra við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands.

Innviðastjóri, Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla íslands

Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands leitar að innviðastjóra í fullt starf. Við leitum að einstaklingi með þekkingu og frumkvæði í hóp úrvals starfsfólks sem hefur fagmennsku, góð samskipti og stöðugar umbætur að leiðarljósi. Innviðastjóri ber ábyrgð á málefnum er varða rekstur á aðstöðu og tæknibúnaði til rannsókna í lífvísindum, raunvísindum og verkfræði, umsjón með tæknifólki, gæða og öryggismál rannsókna og nýtingu húsnæðis. Innviðastjóri heyrir undir sviðsforseta og er hluti af hópstjórateymi sviðsins. Hlutverk innviðastjóra og tæknifólks á sviðinu er að er að efla öryggisvitund, gæðamenningu, og skilvirkni í rekstri rannsóknarýma og tækjabúnaði í samstarfi við starfsfólk sviðsins. Við Verkfræði- og náttúruvísindasvið starfar afburða vísindafólk sem hefur hlotið alþjóða viðurkenningu fyrir störf sín.

Verkefnisstjóri, stjórnsýsla Félagsvísindasviðs, Háskóli Íslands

Laust er til umsóknar fullt starf verkefnisstjóra á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands.

Verkefnisstjóri, stjórnsýsla Félagsvísindasviðs, Háskóli Íslands

Laust er til umsóknar fullt starf verkefnisstjóra á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands.

Lektor í íþrótta- og heilsufræði við Deild heilsueflingar, íþrótta- og tómstunda, Menntavísindasviði Háskóla Íslands

Laust er til umsóknar fullt starf lektors í íþrótta- og heilsufræði við Deild heilsueflingar, íþrótta- og tómstundafræði við Háskóla Íslands.