Laust er til umsóknar fullt starf forstöðumanns Sjálfbærnistofnunar Háskóla Íslands.Sjálfbærnistofnun heyrir undir öll fræðasvið Háskóla Íslands og er stjórn skipuð fulltrúum þeirra. Meginhlutverk hennar er að vera vettvangur og stoð við þverfræðilegar rannsóknir háskólakennara, sérfræðinga og framhaldsnema á sviði sjálfbærrar þróunar, með víðtæka yfirsýn og tengsl innan og utan HÍ. Sjálfbærnistofnun er jafnframt samstarfsvettvangur við aðila utan háskólans, svo sem stjórnvöld, sveitarfélög, stofnanir, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga. Stofnunin stendur fyrir málþingum og fyrirlestrum, veitir sérfræðiaðstoð, ráðgjöf og annast fræðslustarf á sviði sjálfbærrar þróunar.
Laust er til umsóknar, tímabundið til þriggja ára, fullt starf doktorsnema við Líf- og umhverfisvísindadeild í verkefni sem fjallar um hlutverk umritunarþátta við endurmótun litnis. Doktorsneminn mun tilheyra rannsóknahópi Dr. Péturs Orra Heiðarssonar við rannsóknir á umritunarþáttum og víxlverkunum þeirra við erfðaefnið. Unnið verður með háþróaða staksameindasmásjá til þess að mæla og þróa líkön af víxlverkunum próteina og erfðaefnis. Verkefnið er fjölþjóðlegt samvinnuverkefni við rannsóknarhópa í Evrópu og USA.Verkefnið fer fram í próteinvísindakjarna í Öskju Náttúrufræðahúsi sem hefur yfir að ráða víðtækum tækjabúnaði til einangrunar og greininga á próteinum og öðrum lífsameindum, ásamt háþróaðri staksameindasmásjá. Próteinvísindakjarninn er hluti af Raunvísindastofnun Háskólans og Lífvísindasetri sem tengir yfir 70 rannsóknarhópa og meira en 100 framhaldsnemendur.
Laust er til umsóknar fullt starf verkefnisstjóra markaðs- og kynningarmála við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands. Starfið heyrir undir rekstrarstjóra Félagsvísindasviðs og viðkomandi mun starfa náið með markaðs- og kynningarstjóra sviðsins og í teymisvinnu með deildum og rannsóknaþjónustu við kynningu og markaðssetningu á námi, rannsóknum og vísindum.