Laus störf | Háskóli Íslands
  


  
  Skip to main content
    

Laus störf

Laust starf við prófgæslu

Á næstu misserum verður prófhald Háskólans rafvætt, þ.e. nemendur munu leysa prófverkefni á eigin tölvur. Því er leitað eftir tölvuliprum einstaklingum sem geta brugðist við einföldum tæknilegum vandamálum.
Væntanlegir prófverðir fá þjálfun í prófaeftirliti í Inspera-próftökukerfinu sem verið er að innleiða.
Próf eru yfirleitt 3 klst. að lengd og greitt er jafnaðarkaup um kr. 2.800 á klst. fyrir 4 stundir hið minnsta.
Almenn próf eru haldin 2. til 18. desember og 25. apríl til 10. maí en að auki eru fjölmörg próf haldin utan þessara tímabila.
Vinsamlega fylltu þetta eyðublað út ef þú hefur áhuga á að starfa við prófgæsluna. Öllum umsóknum verður svarað.

Rekstrarstjóri

Laust er til umsóknar fullt starf rekstrarstjóra við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands. Rekstrarstjóri ber ábyrgð á daglegum rekstri, bókhaldi og innkaupum Félagsvísindasviðs, deilda þess og stofnana. Hann ber ábyrgð gagnvart forseta sviðsins á gerð og eftirfylgni fjárhagsáætlunar. Rekstrarstjóri er næsti yfirmaður deildarstjóra sex deilda Félagsvísindasviðs, verkefnisstjóra fjármála og markaðsstjóra Félagsvísindasviðs. Rekstrarstjóri hefur yfirumsjón með fjárhagsáætlun og rekstri deilda með deildarstjórum. Rekstrarstjóri heyrir undir sviðsforseta og er hluti af stjórnendateymi ásamt mannauðsstjóra og kennslustjóra. Auk þess á hann náið samstarf við sameiginlega stjórnsýslu háskólans. Hann vinnur samkvæmt stefnu og skipuriti Félagsvísindasviðs og Háskóla Íslands sem í gildi eru á hverjum tíma.

Doktorsstyrkur FEINART. Sagnfræði- og heimspekideild - heimspeki

Í ljósi Covid-19 hefur verið ákveðið að framlengja umsóknafrestinn til 31. ágúst. Háskóli Íslands kallar eftir umsóknum um starf doktorsnema við Hugvísindasvið, Sagnfræði- og heimspekideild. Óskað er eftir umsóknum frá hæfum einstaklingum sem hafa lifandi áhuga á að vinna doktorsverkefni tengt Evrópska þjálfunarnetinu FEINART: The Future of European Independent Art Spaces in a Period of Socially Engaged Art. Starfið er til þriggja ára. Æskilegt er að vinna við doktorsverkefnið hefjist í febrúar 2021.

Doktorsstyrkur FEINART. Íslensku- og menningardeild - menningarfræði I

Í ljósi Covid-19 hefur verið ákveðið að framlengja umsóknafrestinn til 31. ágúst. Háskóli Íslands kallar eftir umsóknum um starf doktorsnema við Hugvísindasvið, Íslensku- og menningardeild. Óskað er eftir umsóknum frá hæfum einstaklingum sem hafa lifandi áhuga á að vinna doktorsverkefni tengt Evrópska þjálfunarnetinu FEINART: The Future of European Independent Art Spaces in a Period of Socially Engaged Art. Starfið felur í sér rannsókn á samfélagslegri list, pólitískri þátttöku og mótun lýðræðis í ólíku landfræðilegu og menningarlegu samhengi. Starfið er til þriggja ára. Æskilegt er að vinna við doktorsverkefnið hefjist í febrúar 2021.

Doktorsstyrkur FEINART. Íslensku- og menningardeild - menningarfræði II

Í ljósi Covid-19 hefur verið ákveðið að framlengja umsóknafrestinn til 31. ágúst. Háskóli Íslands kallar eftir umsóknum um starf doktorsnema við Hugvísindasvið, Íslensku- og menningardeild. Óskað er eftir umsóknum frá hæfum einstaklingum sem hafa lifandi áhuga á að vinna doktorsverkefni tengt Evrópska þjálfunarnetinu FEINART: The Future of European Independent Art Spaces in a Period of Socially Engaged Art. Starfið felur í sér rannsókn á samfélagslegri list, pólitískri þátttöku og mótun lýðræðis í ólíku landfræðilegu og menningarlegu samhengi. Starfið er til þriggja ára. Æskilegt er að vinna við doktorsverkefnið hefjist í febrúar 2021.

Lektor í kennimannlegri guðfræði, Hugvísindasvið Háskóla Íslands

Laust er til umsóknar starf lektors í kennimannlegri guðfræði við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild við Hugvísindasvið Háskóla Íslands.

Sagnfræði- og heimspekideild - meistaranemi í heimspeki

Háskóli Íslands kallar eftir umsóknum um starf meistaranema við Hugvísindasvið, Sagnfræði- og heimspekideild. Óskað er eftir umsóknum frá hæfum einstaklingum sem hafa lifandi áhuga á að vinna meistaraverkefni á sviði heimspeki tungumáls og hugar. Starfið felur í sér sjálfstæða rannsóknavinnu undir handleiðslu Elmars Geirs Unnsteinssonar. Starfsmaður verður skráður í tveggja ára MA nám í Heimspeki til 120 eininga, og skal byrja í september 2020.

Verkefnastjóri við Stofnun Sæmundar fróða, Háskóli Íslands

Auglýst er eftir verkefnastjóra sem mun vinna náið með forstöðumanni Stofnunar Sæmundar fróða (SSf) og sé staðgengill hans. Stofnun Sæmundar fróða er þverfræðileg rannsóknastofnun á sviði sjálfbærrar þróunar. Um er að ræða hálft starf.

Doktorsnemi við rannsóknir í klínískri barnasálfræði á vegum Sálfræðideildar

Auglýst er eftir doktorsnema til starfa við rannsóknir við Sálfræðideild Háskóla Íslands á áráttu- og þráhyggjuröskun hjá börnum.

Doktorsnemi í jarðfræði

Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands auglýsir laust til umsóknar starf doktorsnema til þriggja ára við verkefnið: Umhverfi og loftslag í Nihewan setlagadældinni í Norðaustur Kína á fyrri hluta ísaldar.

Sérfræðingur í jarðvísindum við Jarðvísindastofnun Háskólans

Laust er til umsóknar fullt starf sérfræðings við Jarðvísindastofnun Háskólans, með sérþekkingu og reynslu á sviði bergsegulmælinga og segulsviði jarðar. Einnig verða umsóknir á sviði strúktúr jarðfræði og jarðhniks teknar til greina. Rannsóknir á jarðlagastafla Íslandssvæðisins með bergsegulmælingum síðustu 50 árin hafa gefið af sér einstakt gagnasafn og niðurstöður. Stefna stofnunarinnar er að viðhalda rannsóknum á þessum og tengdum viðfangsefnum og efla þær eftir því sem tækifæri gefast. Því er auglýst eftir vísindamanni með reynslu og þekkingu á þessu sviði með það að markmiði að auka skilning á Íslandssvæðinu.

Doktorsnemi í Lífefnafræði

Við leitum að hæfileikaríkum rannsakanda með mikinn drifkraft til þess að vinna að PhD rannsókn sem er að fullu styrkt til þriggja ára.

Doktorsnemi í efnafræði

Laus er til umsóknar staða doktorsnema í efnafræði við Verkfræði- og náttúruvísindasvið, Háskóla Íslands. Verkefnið er styrkt til þriggja ára af Rannsóknarsjóði Háskóla Íslands. Við leitum að áhugasömum doktorsnema til að smíða stakeindir og tengja við liffjölliður, nánar tiltekið peptíð og kjarnsýrur.