Laus störf | Háskóli Íslands Skip to main content

Laus störf

Laust starf við prófgæslu

Á næstu misserum verður prófhald Háskólans rafvætt, þ.e. nemendur munu leysa prófverkefni á eigin tölvur. Því er leitað eftir tölvuliprum einstaklingum sem geta brugðist við einföldum tæknilegum vandamálum.
Væntanlegir prófverðir fá þjálfun í prófaeftirliti í Inspera-próftökukerfinu sem verið er að innleiða.
Próf eru yfirleitt 3 klst. að lengd og greitt er jafnaðarkaup um kr. 2.800 á klst. fyrir 4 stundir hið minnsta.
Almenn próf eru haldin 2. til 18. desember og 25. apríl til 10. maí en að auki eru fjölmörg próf haldin utan þessara tímabila.
Vinsamlega fylltu þetta eyðublað út ef þú hefur áhuga á að starfa við prófgæsluna. Öllum umsóknum verður svarað.

Nýdoktor í máltækni við Háskóla Íslands

Rannsóknarstofan Mál og tækni við Háskóla Íslands, sem er stýrt af Dr. Antoni Karli Ingasyni, auglýsir eftir umsóknum um starf nýdoktors í máltækni.

Starf fjölmenningarfulltrúa við Háskóla Íslands

Á Kennslusviði er laust til umsóknar 50% starf fjölmenningarfulltrúa. Viðkomandi mun hafa umsjón með Spretti, verkefni sem snýst um að auka aðgengi innflytjenda að námi á háskólastigi með margvíslegum stuðningi við þann hóp nemenda. Þátttaka nemenda í verkefninu hefst við upphaf framhaldsskóla og lýkur að loknu fyrsta ári þeirra í háskóla. Verkefnisstjóri ber ábyrgð á verkefninu og sinnir öðrum verkefnum sem tengjast jafnréttismálum, einkum á sviði málefna innflytjenda og fjölmenningar. Næsti yfirmaður er sviðsstjóri Kennslusviðs Háskóla Íslands. Viðkomandi mun starfa náið með jafnréttisfulltrúa skólans og jafnréttisnefnd.

Gæðastjóri á rannsóknastofum Lífvísindaseturs Háskóla Íslands

Laust er til umsóknar fullt starf gæðastjóra á rannsóknastofum Lífvísindaseturs Háskóla Íslands. Gæðastjóri heyrir undir forstöðumann Lífvísindaseturs og er ætlað að hafa daglega umsjón með rekstri rannsóknastofa setursins á Vatnsmýrarvegi 16 og Sturlugötu 8. Starfið felst einkum í uppsetningu verkferla, s.s. við frumuvinnu, eftirfylgd með öryggisreglum, innkaupum á rekstararvöru, skipulagningu í sýnageymslum og öryggisvöktun tækja. Viðkomandi er einnig ætlað að sinna ýmsum sérverkefnum, svo sem skimun fyrir mengun í frumuræktun og móttöku og varðveislu sýna. Á rannsóknastofum Lífvísindaseturs starfar að jafnaði fjölþjóðlegur hópur sérfræðinga og meistara- og doktorsnema.

Jafnréttisfulltrúi við Háskóla Íslands

Við Háskóla Íslands er laust til umsóknar 50% starf jafnréttisfulltrúa. Jafnrétti er leiðarljós í starfi Háskólans og grundvöllur fjölbreytni og virðingar í háskólasamfélaginu. Háskóli Íslands starfar eftir jafnréttisáætlun sem ætlað er að tryggja öllu starfsfólki og stúdentum jafnan rétt innan háskólasamfélagsins.

Sérfræðingur í stærðfræði, Raunvísindastofnun, Háskóli Íslands

Laust er til umsóknar starf sérfræðings í stærðfræði við stærðfræðistofu Raunvísindastofnunar Háskólans. Stærðfræðistofa Raunvísindastofnunnar er rannsóknavettvangur stærðfræðinga við Háskóla Íslands og eru þar stundaðar rannsóknir á ýmsum sviðum hreinnar og hagnýttrar stærðfræði, stærðfræðilegri eðlisfræði og tölfræði. Starfsmenn Stærðfræðistofu annast einnig kennslu í grunn- og framhaldsnámi jafnframt því að vera leiðbeinendur í rannsóknatengdu námi. Framtíðarmarkmið stærðfræðingahópsins eru að styrkja rannsóknastarfið enn frekar með fleiri og betri birtingum, afla meiri styrkja til alþjóðalegs samstarfs og ráða til skólans nýdoktora og framhaldsnema.