Laus störf | Háskóli Íslands Skip to main content

Laus störf

Laust starf við prófgæslu

Á næstu misserum verður prófhald Háskólans rafvætt, þ.e. nemendur munu leysa prófverkefni á eigin tölvur. Því er leitað eftir tölvuliprum einstaklingum sem geta brugðist við einföldum tæknilegum vandamálum.
Væntanlegir prófverðir fá þjálfun í prófaeftirliti í Inspera-próftökukerfinu sem verið er að innleiða.
Próf eru yfirleitt 3 klst. að lengd og greitt er jafnaðarkaup um kr. 2.800 á klst. fyrir 4 stundir hið minnsta.
Almenn próf eru haldin 2. til 18. desember og 25. apríl til 10. maí en að auki eru fjölmörg próf haldin utan þessara tímabila.
Vinsamlega fylltu þetta eyðublað út ef þú hefur áhuga á að starfa við prófgæsluna. Öllum umsóknum verður svarað.

Verkefnastjóri á Þjónustuborði, Háskóli Íslands

Laust er til umsóknar fullt starf á Þjónustuborðinu Háskólatorgi. Þjónustuborðið Háskólatorgi tilheyrir kennslusviði háskólans. Hlutverk Þjónustuborðsins er að veita margvíslega og yfirgripsmikla þjónustu fyrir ýmsar deildir háskólans til fjölbreytts hóps nemenda, starfsfólks og annarra sem til skólans leita.

Verkefnisstjóri við þroskaþjálfabraut, Menntavísindasvið, Háskóli Íslands

Laust er til umsóknar 25-50 % starf verkefnastjóra (þroskaþjálfa) við þroskaþjálfabraut Menntavísindasviðs Háskóla Íslands.

Lektor í félagsráðgjöf, Félagsvísindasvið Háskóla Íslands

Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands auglýsir laust til umsóknar fullt starf lektors á sviði velferðarrannsókna, með áherslu á árangursmælingar, fátæktarrannsóknir, rannsóknir á lífsgæðum og megindlegar rannsóknaraðferðir.

Verkefnastjóri á launadeild Háskóla Íslands

Við launadeild Háskóla Íslands er laust til umsóknar fullt starf verkefnastjóra. Launadeild er eining innan fjármálasviðs Háskóla Íslands. Lögð er áhersla á góðan starfsanda og að starfsmenn sýni hvor öðrum virðingu, umburðarlyndi og jákvættt viðmót í öllum samskiptum. Leitað er að jákvæðum, áhugasömum og kraftmiklum einstaklingi í hópinn.