Laus störf | Háskóli Íslands Skip to main content

Laus störf

Nýdoktor, Lífvísindasetur, Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands

Auglýst er eftir nýdoktor í verkefnið ¿Örvun náttúrulegs ónæmis fyrir hýsil varnir¿ (e. ¿Host directed therapy by activating innate immunity¿) við Lífvísindasetur Háskóla Íslands. Verkefnið er styrkt af Rannsóknasjóði Háskóla Íslands og RANNÍS. Áætluð byrjun er á vormánuðum 2019 í tvö ár með möguleika á árs framlengingu.

Deildarstjóri launadeildar Háskóla Íslands

Háskóli Íslands auglýsir laust til umsóknar starf deildarstjóra launadeildar. Við leitum að kraftmiklum og áhugasömum stjórnanda. Launadeild Háskóla Íslands ber ábyrgð á launavinnslu allra starfsmanna Háskóla Íslands í nánu samstarfi við stjórnendur miðlægrar stjórnsýslu og fræðasviða Háskóla Íslands. Launadeild veitir upplýsingar og þjónustu til starfsmanna og stjórnenda um laun og önnur kjarasamningbundin réttindi, auk þess að annast samskipti við ytri hagsmunaaðila sem málaflokknum tengjast, s.s. lífeyrissjóði og aðrar stofnanir. Í deildinni starfa sex starfsmenn auk deildarstjóra.

Doktorsnemi á Menntavísindasviði - Karlar og ofbeldi í nánum samböndum: Reynsla, viðhorf og feðrun

Laus er til umsóknar staða fyrir doktorsnema á Menntavísindasviði. Um er að ræða vinnu við verkefnið Karlar og ofbeldi í nánum samböndum: Reynsla, viðhorf og feðrun (Men¿s perspectives on violence against their female partners: Subjectification, fathering and masculinity). Doktorsverkefnið er styrkt af Rannsóknarsjóði Íslands til 3 ára.

Doktorsnemi á Menntavísindasviði - Reynsla kvenna af erlendum uppruna af ofbeldi á vinnustað og í nánum samböndum

Laus er til umsóknar staða fyrir doktorsnema á Menntavísindasviði. Um er að ræða vinnu við verkefnið Reynsla kvenna af erlendum uppruna af ofbeldi á vinnustað og í nánum samböndum (Immigrant women¿s experiences of EDV and IPV (IWEV): A baseline exploration). Doktorsverkefnið er styrkt af Rannsóknarsjóði Íslands til 3 ára.

Nýdoktor við Bókmennta- og listfræðistofnun Hugvísindasviðs Háskóla Íslands

Háskóli Íslands kallar eftir umsóknum um nýdoktorsstyrk við Bókmennta- og listfræðastofnun Hugvísindasviðs tengt rannsóknaverkefninu "Tilfinningar og sjálfið á miðöldum í Norður-Evrópu" ("Emotion and the Medieval Self in Northern Europe") sem styrkt er af Rannsóknasjóði (RANNÍS). Styrkurinn er til tveggja ára en reiknað er með að styrktímabil hefjist 1. september 2019.

Doktorsnemi við Bókmennta- og listfræðiastofnun Hugvísindasviðs Háskóla Íslands

Háskóli Íslands kallar eftir umsóknum um doktorsstyrk við Bókmennta- og listfræðastofnun Hugvísindasviðs tengt rannsóknaverkefninu "Tilfinningar og sjálfið á miðöldum í Norður-Evrópu" ("Emotion and the Medieval Self in Northern Europe") sem styrkt er af Rannsóknasjóði (RANNÍS). Doktorsstyrkurinn er til þriggja ára en reiknað er með að styrktímabil hefjist við undirritun samnings eða í síðasta lagi 1. september 2019.

Raftæknifræðingur, rafiðnfræðingur eða rafvirkjameistari, framkvæmda- og tæknisvið, Háskóli Íslands

Bygginga- og tæknideild, framkvæmda- og tæknisviðs Háskóla Íslands óskar eftir að ráða raftæknifræðing, rafiðnfræðing eða rafvirkjameistara í fullt starf. Starfið heyrir undir byggingastjóra Háskóla Íslands. Bygginga- og tæknideild hefur umsjón með endurbótum og viðhaldi bygginga og lóða Háskóla Íslands, umsjón með kerfum s.s. raf-, hita-, loftræsi- og stýrikerfum, sér um innkaup og viðhald á húsum og húsgögnum og búnaði ýmiskonar, auk þess að sjá um rekstur á trésmíða-, véla- og rafmagnsverkstæði.

Ritstjóri Háskólaútgáfunnar, við Háskóla Íslands

Við Háskólaútgáfuna er laust til umsóknar fullt starf ritstjóra.

Netspjall