Laus störf | Háskóli Íslands Skip to main content

Laus störf

Laust starf við prófgæslu

Á næstu misserum verður prófhald Háskólans rafvætt, þ.e. nemendur munu leysa prófverkefni á eigin tölvur. Því er leitað eftir tölvuliprum einstaklingum sem geta brugðist við einföldum tæknilegum vandamálum.
Væntanlegir prófverðir fá þjálfun í prófaeftirliti í Inspera-próftökukerfinu sem verið er að innleiða.
Próf eru yfirleitt 3 klst. að lengd og greitt er jafnaðarkaup um kr. 2.800 á klst. fyrir 4 stundir hið minnsta.
Almenn próf eru haldin 2. til 18. desember og 25. apríl til 10. maí en að auki eru fjölmörg próf haldin utan þessara tímabila.
Vinsamlega fylltu þetta eyðublað út ef þú hefur áhuga á að starfa við prófgæsluna. Öllum umsóknum verður svarað.

Lektor í samskiptafræði

Laust er til umsóknar 25% starf lektors í samskiptafræði við Læknadeild Háskóla Íslands.

Doktorsnemi í stjarneðlisfræði við Raunvísindastofnun

Raunvísindastofnun Háskóla Íslands auglýsir laust til umsóknar starf doktorsnema í stjarneðlisfræði til þriggja ára.

Hjúkrunarfræðingur við rannsóknaverkefnið Blóðskimun til bjargar

Auglýst er eftir hjúkrunarfræðingi (e. study nurse/study coordinator) í fullt starf við vísindarannsóknina Blóðskimun til bjargar, skimunarrannsókn og lyfjarannsókn við Læknadeild Háskóla Íslands. Rannsóknin er einstök á heimsvísu. Markmið hennar er að rannsaka árangur skimunar fyrir góðkynja einstofna mótefnahækkun (MGUS) sem er forstig mergæxlis. Verkefnið er unnið í samstarfi við Háskóla Íslands, Landspítala, Krabbameinsfélag Íslands, Binding Site í Bretlandi og Memorial Sloan Kettering krabbameinsmiðstöðina í New York. Skimað er fyrir forstigi mergæxlis með blóðprufu og þeim einstaklingum sem greinast með forstig mergæxlis fylgt eftir í klínískri rannsókn. Þátttakendur eru þá kallaðir inn í frekari rannsóknir og fá síðan eftirfylgd með reglubundnum hætti. Þeim sem greinast með mergæxli er hinsvegar boðið að taka þátt í lyfjarannsókn. Hjúkrunarfræðingar rannsóknarinnar koma bæði að uppvinnslu og eftirfylgd í skimunarrannsókn og uppvinnslu og meðferð í lyfjarannsókn. Starfið býður upp á einstaka innsýn og reynslu af rannsóknarvinnu og klínísku starfi. Sigurður Yngvi Kristinsson prófessor í blóðsjúkdómum leiðir rannsóknina og er hún gerð í samstarfi við rannsóknarhóp hans.

Nýdoktor í stjarneðlisfræði við Raunvísindastofnun

Raunvísindastofnun Háskólans auglýsir laust til umsóknar starf nýdoktors í stjarneðlisfræði hulduefnis.

Rannsóknastofustjóri - Færsluvísindi og barnalækningar

Laust er til umsóknar fullt starf rannsóknastofustjóra á rannsóknarstofu prófessors í færsluvísindum (e. Translational Medicine) og barnalækningum innan Læknadeildar Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands.

Lektor í stjórnmálafræði

Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands auglýsir laust til umsóknar fullt starf lektors í stjórnmálafræði.

Doktorsnemi í eðlisfræði við Raunvísindastofnun

Raunvísindastofnun Háskólans auglýsir laust til umsóknar starf doktorsnema í eðlisfræði. Staðan er hluti af verkefninu: Interface coupling and structural phase transitions in hybrid magnetic heterostructures. Verkefnið er styrkt af Rannís til þriggja ára.

Húsgagnasmiður, framkvæmda- og tæknisvið Háskóla Íslands

Bygginga- og tæknideild, framkvæmda- og tæknisviðs Háskóla Íslands óskar eftir að ráða húsgagnasmið í fullt starf. Starfið heyrir undir byggingastjóra Háskóla Íslands

Lektor á sviði þjóðaréttar

Lagadeild Háskóla Íslands auglýsir laust til umsóknar fullt starf lektors á sviði þjóðaréttar.

Lektor í fjármálum

Laust er til umsóknar fullt starf lektors í fjármálum við Viðskiptafræðideild Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands.

Verkefnastjóri sjálfbærni- og umhverfismála

Við Háskóla Íslands er laust til umsóknar 40% starf verkefnastjóra sjálfbærni- og umhverfismála á framkvæmda- og tæknisviði.