Laus störf | Háskóli Íslands Skip to main content

Laus störf

Doktorsnemi í jarðskjálftaverkfræði, Verkfræði- og náttúruvísindasvið, Háskóli Íslands

Auglýst er eftir doktorsnema við Háskóla Íslands. Leitast er eftir að ráða metnaðarfullan og vinnusaman doktorsnema til þess að sinna grunnrannsóknum sem tengjast jarðskjálftaverkfræði, jarðskjálftafræði, tæknilegrar jarðskjálftafræði (e. engineering seismology) og mati á hættu af völdum jarðskjálfta. Rannsóknirnar munu fara fram við umhverfis- og byggingarverkfræðideild, og rannsóknarmiðstöð í jarðskjálftaverkfræði, á Verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands. Doktorsneminn mun vinna náið með nýdoktor við rannsóknarverkefni sem hlotið hefur styrk frá Rannsóknamiðstöð Íslands fyrir 2019-2022.

Verkefnisstjóri við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Ströndum, Þjóðfræðistofu

Laust er til umsóknar fullt starf þjóðfræðings við verkefni sem snýst um söfnun upplýsinga og skráningu menningararfs hjá Rannsóknasetri HÍ á Ströndum - Þjóðfræðistofu. Um er að ræða nýtt verkefni styrkt samkvæmt Byggðaáætlun til tveggja ára til að byrja með. Verkefnið er unnið hjá Rannsóknasetri HÍ á Ströndum - Þjóðfræðistofu sem er til húsa í Þróunarsetrinu á Hólmavík. Búseta á svæðinu er skilyrði. Jón Jónsson þjóðfræðingur leiðir verkefnið.

Persónuverndarfulltrúi - Samstarfsnet opinberu háskólanna

Samstarfsnet opinberu háskólanna (sjá http://samstarf.hi.is) óskar eftir að ráða persónuverndarfulltrúa í fullt starf, í samræmi við VI. kafla laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Að samstarfsnetinu standa allir opinberu háskólarnir, þ.e. Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Hólum. Persónuverndarfulltrúi mun verða ráðinn sem starfsmaður við Háskóla Íslands og hafa þar starfstöð sína, en mun sinna verkefnum á starfssviði sínu við alla opinberu háskólana.

Verkefnisstjóri viðburða og alþjóðamála Menntavísindasviðs Háskóla Íslands

Laust er til umsóknar 100% starf verkefnisstjóra viðburða og alþjóðamála við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Verkefnisstjórinn sér meðal annars til þess að viðburðir á vegum sviðsins gangi vel fyrir sig frá upphafi til enda og er starfsfólki sviðsins innan handar við undirbúning og framkvæmd viðburða. Hann er tengiliður sviðsins við Skrifstofu alþjóðasamskipta og sér til þess að skiptinemar og erlendir gestir fái stuðning og aðstoð eftir þörfum. Verkefnisstjórinn verður hluti af markaðs- og kynningarteymi Menntavísindasviðs.

Doktorsnemi við EDDU Rannsóknasetur á Hugvísindasviði Háskóla Íslands

Háskóli Íslands kallar eftir umsóknum um doktorsstyrk við EDDU Rannsóknasetur á Hugvísindasviði. Óskað er eftir umsóknum frá hæfum einstaklingum sem hafa lifandi áhuga á að vinna doktorsverkefni tengt rannsóknaverkefninu "Lýðræðisleg stjórnarskrárgerð: Tekist á um borgaraþátttöku, vald stofnana og sameiginleg gæði "("Democratic Constitutional Design: Negotiating Civic Engagement, Institutional Control and the Common Good") sem styrkt er af Rannsóknasjóði (RANNÍS). Doktorsstyrkurinn er til þriggja ára og hefst tímabilið ekki seinna en 1. september 2019.

Nýdoktor í vélaverkfræði, Verkfræði- og náttúruvísindasvið, Háskóli Íslands

Fullt starf nýdoktors innan Vélaverkfræði við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands er opin til umsóknar. Staðan er fjármögnuð í til eins árs með möguleika á framlengingu í ár úr sjóði Horizon 2020 rammaáætlunar Evrópusambandsins. Verkefnið er á sviði tæringarvísinda og verkfræði með áherslu á að prófa tæringarþol efna fyrir frumlega borunartækni fyrir jarðhitakerfi.

Doktorsnemi í mannerfðafræði við Lífvísindasetur, Heilbrigðisvísindasvið, Háskóli Íslands

Auglýst er eftir metnaðarfullum og áhugasömum doktorsnema til að vinna að rannsóknum á orsökum taugafræðilegrar truflunar í Kabuki heilkenni. Verkefnið hefur hlotið styrk úr Rannsóknarsjóði Rannís til þriggja ára. Kabuki heilkenni er sjaldgæfur erfðasjúkdómur sem orsakast vegna stökkbreytinga í Kmt2d geni en þetta er lykilgen í því kerfi sem viðheldur histónhalabreytingum en talið er að þessar stökkbreytingar trufli getuna til að opna litni á öðrum genum. Fyrri rannsóknir í músamódeli af Kabuki heilkenni hafa sýnt að Kabuki heilkenni sé mögulega meðhöndlanlega ástæða fyrir þroskaskerðingu en okkur hefur áður tekist að hafa áhrif á sjúkdómsmyndina með lyfjum sem opna litni en þrátt fyrir það höfum við enn ekki fundið þau gen sem miðla þessu viðbraðgi. Í þessu verkefni höfum við útbúið taugafrumumódel með stökkbreytingum í Kmt2d geninu og okkur langar til að uppgötva hvaða gen KMT2D stjórnar venjulega í taugafrumum og staðfesta að áhrifin virki í gegnum utangenaerfðir. Neminn mun nota aðferðir sem nýlega hafa verið þróaðar eins og CRISPR-Cas9 forward mutagenesis og CRISPR-dCas9 truflun á utangenaerfðum til að finna og staðfesta þessi gen undir stjórn KMT2D.

Verkefnisstjóri við Menntavísindastofnun Háskóla Íslands

Laust er til umsóknar fullt starf verkefnisstjóra við Menntavísindastofnun Háskóla Íslands. Stofnunin er hluti af Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Verkefnisstjórinn veitir fjölþætta ráðgjöf og stuðning við rannsakendur. Verkefnisstjórinn heldur utan um að tekur þátt í rannsóknum með áherslu á eigindlega aðferðafræði. Jafnframt hefur verkefnisstjórinn umsjón með útgáfu tímarita Menntavísindasviðs og ráðsefnum sem Menntavísindastofnun kemur að.

Netspjall