Laus störf | Háskóli Íslands Skip to main content

Laus störf

Laust starf við prófgæslu

Á næstu misserum verður prófhald Háskólans rafvætt, þ.e. nemendur munu leysa prófverkefni á eigin tölvur. Því er leitað eftir tölvuliprum einstaklingum sem geta brugðist við einföldum tæknilegum vandamálum.
Væntanlegir prófverðir fá þjálfun í prófaeftirliti í Inspera-próftökukerfinu sem verið er að innleiða.
Próf eru yfirleitt 3 klst. að lengd og greitt er jafnaðarkaup um kr. 2.800 á klst. fyrir 4 stundir hið minnsta.
Almenn próf eru haldin 2. til 18. desember og 25. apríl til 10. maí en að auki eru fjölmörg próf haldin utan þessara tímabila.
Vinsamlega fylltu þetta eyðublað út ef þú hefur áhuga á að starfa við prófgæsluna. Öllum umsóknum verður svarað.

Umsjónaraðili á kaffistofu Félagsvísindasviðs Háskóli Íslands

Félagsvísindasvið auglýsir laust til umsóknar starf umsjónaraðila kaffistofa Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands. Um er að ræða 40% starf með sveigjanlegum vinnutíma. Starfið felst í umsjón, frágangi og léttum þrifum á kaffistofum starfsmanna sviðsins auk aðstoðar í tengslum við ýmsa viðburði á sviðinu.

Verkefnastjóri í Vísindasmiðju Háskóla Íslands

Laust er til umsóknar fullt starf verkefnastjóra við Vísindasmiðju Háskóla Íslands. Verkefnisstjóri Vísindasmiðjunnar fylgir eftir markmiðum smiðjunnar á sviði vísindamiðlunar með því að kynna vísindi og fræði fyrir nemendum, kennurum og öðrum gestum um land allt. Verkefnisstjórinn ber ábyrgð á skilgreindum þáttum Vísindasmiðjunnar, í samstarfi við kynningarstjóra vísindamiðlunar og verkefnisstjóra samfélagsverkefna, og að verkefnin séu vel og faglega leyst af hendi. Næsti yfirmaður er kynningarstjóri vísindamiðlunar við HÍ. Vísindasmiðja Háskóla Íslands hefur að markmiði að efla áhuga ungmenna á vísindum og fræðum með gagnvirkum og lifandi hætti, styðja við kennslu á sviði náttúru- og raunvísinda og örva gagnrýna og skapandi hugsun. Smiðjan er opin skólahópum allt skólaárið, tekur þátt í margskonar samstarfsverkefnum á sviði vísindamiðlunar víð um land og ferðast reglubundið með Háskólalest HÍ. Vísindasmiðjan miðlar jafnframt þekkingu til kennara á öllum skólastigum með námskeiðum og fræðsluefni, auk þess að þjálfa nemendur Háskóla Íslands í miðlun vísinda og rannsókna.