Skip to main content

Laus störf

Doktorsnemi á sviði tölfræðilegrar og tæknilegrar jarðskjálftafræði

Auglýst er laust til umsóknar starf doktorsnema á sviði tölfræðilegrar (statistical seismology) og tæknilegrar (engineering seismology) jarðskjálftafræði  við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands. Doktorsneminn mun vinna við rannsóknarverkefnið Forspárkerfi fyrir jarðskjálftavirkni á brotabelti Suðurlands og Reykjaness sem hlotið hefur styrk frá Rannsóknasjóði Rannsóknarmiðstöðvar Íslands til þriggja ára. 

Verkefnisstjóri vef- og markaðsmála á Heilbrigðisvísindasviði - Háskóli Íslands

Laust er til umsóknar fullt starf verkefnisstjóra í vef- og markaðsmálum á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands.Við leitum að metnaðarfullri og hugmyndaríkri manneskju til að gegna lifandi og skemmtilegum verkefnum á sviði markaðs- og vefmála. Viðkomandi mun helst vinna við uppfærslu og efnisskrif fyrir vefi sviðsins, sem og efnissköpun fyrir samfélagsmiðla, með sérstakri áherslu á vísindamiðlun. Verkefnisstjórinn hefur aðsetur á skrifstofu Heilbrigðisvísindasviðs í Læknagarði við Vatnsmýrarveg 16, ásamt öðru starfsfólki á sviðsskrifstofu. Starfsfólk sviðsskrifstofu sinnir margvíslegri stoðþjónustu á sviði náms, kennslu, rannsókna, mannauðsmála, reksturs og fjármála, auk markaðs- og vefmála.Í stefnu Háskóla Íslands - HÍ26 - er áhersla lögð á að skólinn sé  góður vinnustaður, að starfsumhverfi sé hvetjandi með vellíðan nemenda og starfsfólks að leiðarljósi. Lögð er áhersla á að laða að metnaðarfullt fólk með fjölbreyttan bakgrunn. Tekin hefur verið upp 36 stunda vinnuvika meðal starfsfólks í stjórnsýslu skólans.

Aðjúnkt í uppeldis- og menntunarfræði við Deild menntunar og margbreytileika, Menntavísindasvið Háskóla Íslands

Laust er til umsóknar fullt starf aðjúnkts í uppeldis- og menntunarfræði við Deild menntunar og margbreytileika á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Starfið er tímabundið til tveggja ára. Meginviðfangsefni eru kennsla og rannsóknir í uppeldis- og menntunarfræði, meðal annars í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf.

Fjármálastjóri Endurmenntunar Háskóla Íslands

Endurmenntun Háskóla Íslands leitar að fjármálastjóra í fullt starf. Fjármálastjóri heyrir beint undir forstöðumann Endurmenntunar og ber ábyrgð á fjármálum stofnunarinnar gagnvart forstöðumanni. Fjármálastjóri stýrir teymi fjögurra starfsmanna fjármála og reksturs. 

Aðjúnkt í hagnýtri atferlisgreiningu við þverfræðilega námsleið á Menntavísindasviði og Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands

Laust er til umsóknar fullt starf aðjúnkts í hagnýtri atferlisgreiningu við Háskóla Íslands. Starfið er tímabundið til eins árs og til greina kemur lægra starfshlutfall. Starfið er í þverfaglegri námsleið við Deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda á Menntavísindasviði og við Sálfræðideild á Heilbrigðisvísindasviði, þar sem lögð er áhersla á börn með sérþarfir.Leitað er að einstaklingi með menntun á sviði hagnýtrar atferlisgreiningar til að sinna kennslu og rannsóknum og þróun og verkefnastýringu námsins, í samstarfi við fagaðila innan og utan Háskóla Íslands. Aðjúnktinn mun kenna og hafa umsjón með námskeiðum á sviði hagnýtrar atferlisgreiningar og verður með aðsetur í húsnæði Menntavísindasviðs.

Verkefnisstjóri í fjármálateymi Heilbrigðisvísindasviðs

Laust er til umsóknar fullt starf verkefnisstjóra í fjármálatengd verkefni á skrifstofu Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands. Um afleysingastarf er að ræða í eitt ár.Ef þú ert lausnamiðaður og skipulagður einstaklingur sem brennur fyrir að leiða mál til lykta, þróa nýjar leiðir, hefur gaman af tölum, miðlun upplýsinga og samskiptum við fólk, þá hvetjum við þig til að lesa áfram.Meginhlutverk verkefnisstjórans er að stuðla að hagkvæmum rekstri og sinna faglegri þjónustu sem veitt er af fjármálateymi Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands í nánu samstarfi við rekstrarstjóra sviðsins.Verkefnisstjórinn hefur aðsetur á skrifstofu Heilbrigðisvísindasviðs í Læknagarði við Vatnsmýrarveg 16, ásamt öðru starfsfólki sviðsskrifstofu sem vinnur saman í teymum að margvíslegum stoðþjónustuverkefnum á sviði kennslu, rannsókna, mannauðsmála, markaðsmála og reksturs, auk fjármála.Í stefnu Háskóla Íslands - HÍ26 - er sérstök áhersla lögð á skólinn sé góður vinnustaður, að starfsumhverfi sé hvetjandi með vellíðan nemenda og starfsfólks að leiðarljósi. Lögð er áhersla á að laða að metnaðarfullt fólk með fjölbreyttan bakgrunn. 36 stunda vinnuvika hefur verið innleidd fyrir starfsfólk stjórnsýslu skólans.

Verkefnisstjóri sértækra úrræða í Nemendaráðgjöf Háskóla Íslands

Laust er til umsóknar fullt starf verkefnisstjóra í Nemendaráðgjöf Háskóla Íslands (NHÍ). Nemendaráðgjöf heyrir undir Kennslusvið Háskóla Íslands og veitir háskólanemendum margþætta þjónustu, þar starfa nú 16 manns. Starf verkefnisstjóran er fjölbreytt, viðfangsefnin áhugaverð og starfsumhverfið gott.