Skip to main content

Laus störf

Doktorsnemi í Marie Sklodowska-Curie Actions verkefni við umhverfis- og byggingarverkfræðideild

Laust er til umsóknar fullt starf doktorsnema við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla íslands. Ráðið er í starfið til þriggja ára og tengist það verkefninu Endurnýting skólps með beinni síun í gegnum úrgangs-himnur til notkunar í áveitu sem styrkt er af Marie Sklodowska-Curie Actions (EU-MSCA). 

Doktorsnemi í Rannís verkefni við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild

Laust er til umsóknar 80% starf doktorsnema við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands. Ráðið er í starfið til þriggja ára og er það styrkt af Rannís.Verkefnið snýst um aðskilnað CO2 frá fluguefnum með himnum. Markmið þess er að þróa sjálfbært himnukerfi fyrir aðskilnað CO2 frá fluguefnum til að ná háum hreinleika og háum styrk CO2 strauma sem hægt er að samþætta með Carbfix geymslutækni. Doktorsneminn mun vinna náið með vísindamönnum sem starfa hjá fyrirtækinu Carbfix.

Aðjúnkt í hagfræði umhverfis og auðlinda

Laust er til umsóknar, tímabundið til tveggja ára, 71% starf aðjúnkts í umhverfis- og auðlindafræði með áherslu á hagfræði umhverfis og auðlinda. Starfsskyldur aðjúnktsins skiptast í 65% kennslu, 31% rannsóknir og 4% stjórnun. Umhverfis- og auðlindafræði er þverfræðileg og alþjóðleg námsleið á Verkfræði- og náttúruvísindasviði og fer kennsla fram á ensku. 

Aðjúnkt í þjóðfræði

Laust er til umsóknar 70% starf aðjúnkts, tímabundið til tveggja ára, við námsbraut í þjóðfræði við Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild Háskóla Íslands. Hlutverk aðjúnktsins er að hafa umsjón með og kenna inngangsnámskeið í þjóðfræði og sinna leiðbeiningu í lokaverkefnum. Starfsskyldur aðjúnktsins miðast við að 90% séu kennsla og prófavinna og 10% stjórnun í formi þátttöku í þróun náms á sviði þjóðfræði.

Aðjúnkt í lífefnafræði

Laust er til umsóknar, tímabundið til eins árs, 70% starf aðjúnkts við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Starfið felur í sér kennslu og rannsóknir í lífefnafræði. Starfsskyldur aðjúnktsins skiptast í 65% kennslu, 31% rannsóknir og 4% stjórnun.