Sjálfstyrkingarnámskeið Sálfræðiþjónusta NHÍ býður námsmönnum skólans upp á fimm vikna sjálfstyrkingarnámskeið sem byggir á aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar (HAM). Á námskeiðinu verða kenndar aðferðir til að rjúfa vítahring lágs sjálfsmats með því að vinna með óhjálplegar hugsanir (sjálfsgagnrýni) og óhjálplega hegðun (frestun, forðun og fullkomnunaráráttu). Við munum skoða gagnlegar leiðir til að takast á við lágt sjálfsmat og bæta þannig líðan okkar. Leiðbeinendur eru Hrafnkatla Agnarsdóttir og Sigrún Arnardóttir sálfræðingar. Námskeiðsgjald er 6000 kr. Aðeins 14 pláss eru í boði og því er nauðsynlegt að skrá sig. Skráning fer einungis fram á Þjónustuborðinu Háskólatorgi. Vinsamlegast athugið að skráning á námskeið er bindandi. Hægt er að óska eftir endurgreiðslu í síðasta lagi tveimur virkum dögum áður en námskeið hefst. Námskeiðið er haldið einu sinni í viku frá kl. 09:00 - 11:00 í Setbergi, stofa Miðberg 205, eftirfarandi fimmtudaga: 17.október, 24.október, 31.október, 7.nóvember og 14.nóvember. Seigla og bjargráð - með verkfærum HAM og jákvæðrar sálfræði Sálfræðiþjónusta NHÍ býður upp á 5 vikna námskeið um geðheilbrigði fyrir nemendur HÍ. Helstu vítahringir óhjálplegra hugsana og hegðunar í tengslum við kvíða, þunglyndi og lágt sjálfsmat verða skoðaðir ásamt því að kynna til leiks jákvæða sálfræði og tilfinningastjórn. Að auki verður unnið með markmiðasetningu og gildi til að efla andlegt heilbrigði. Leiðbeinendur: Verður auglýst síðar. Námskeiðsgjald er 6000 kr.Skráning fer einungis fram á Þjónustuborðinu, Háskólatorgi. Námskeið vormisseris 2025 verður auglýst síðar: facebooklinkedintwitter