Um setrið Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Austurlandi var stofnað 2008 en hlé gert á reglulegri starfsemi þess frá árinu 2010 til ársins 2018. Í millitíðinni hélt Stofnun rannsóknasetra úti nokkrum verkefnum á Austurlandi, m.a. á svæðisbundinni fjölmiðlun ásamt fleiri smærri rannsóknaverkefnum sem unnin voru á svæðinu ásamt því að veita stuðning til að hægt væri að auka tímabundið þjónustu við nemendur í fjarnámi við HÍ. Frá árinu 2015 til 2018 var starfsemi á vegum Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands á Austurlandi með rannsóknaverkefninu „Maður og náttúra“ þar sem hreindýrið og þýðing þess í íslenskri náttúrusýn og menningu var viðfangsefnið. Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Austurlandi tók síðan aftur til starfa 1. júní 2018 með ráðningu forstöðumanns. Yfirmarkmið setursins eru rannsóknir á tengslum manns og náttúru. Meginmarkmið setursins eru að: Auka þekkingu á sögu samfélags og náttúru Austurlands. Stunda og stuðla að rannsóknum á sögu, samfélagi og náttúru á Austurlandi. Efla samstarf Háskóla Íslands við menningarstofnanir, vísindamenn og fræðafélög á Austurlandi. Vinna að sérfræðiverkefnum á sviði sérverkefna eins og tilefni og kostur er. Setrið er til húsa að Tjarnarbraut 39a á Egilsstöðum. Rannsóknir Saga hreindýra á Íslandi Með öræfin í bakgarðinum - um tengsl samfélags og hálendis á Austurlandi Menningarminjar á bökkum Jöklu Glæpur og refsing í Múlaþingi: Rannsókn á brotamálum sem skráð eru í dómabækur Múlasýslna á 19. öld Fiskeldi í sjó; bjargvættur eða bölvun? - Um viðhorf til fiskeldis í sjókvíum á Íslandi Starfsfólk Unnur Birna KarlsdóttirForstöðumaðurunnurk [hjá] hi.is Hér erum við Vonarland Tjarnarbraut 39a 700 Egilsstaðir Sími: 525 4911 Netfang: unnurk@hi.is Facebook Ensk vefsíða setursins Tengt efni Stofnun rannsóknasetra facebooklinkedintwitter