Skip to main content

Kveikja - Þín þekking í þágu heimsins

English version here

Vilt þú átta þig betur á eigin styrkleikum, efla tengslanetið og um leið öðlast aukna færni í að nýta þekkingu þína og hugmyndir í þágu samfélagsins? Viltu vinna með fjölbreyttum hópi nemenda að nýjum lausnum við áskorunum samtímans, eins og loftslagsbreytingum og aukinni velsæld allra?Háskóli Íslands býður upp á Erasmus+ BIP námskeið fyrir meistaranema og nemendur á síðasta ári í grunnnámi þar sem þátttakendur öðlast aukinn skilning á áskorunum samtímans og vinna að sameiginlegum lausnum þvert á námsleiðir og í samstarfi við öfluga leiðbeinendur úr háskólanum og atvinnulífi.

Nemendur fá enn fremur skarpari sýn á eigin styrkleika og efla nýsköpunar- og frumkvöðlahugsun undir leiðsögn reynslumikilla kennara.  

Hér má sjá námskeiðsupplýsingar í kennsluskrá.

Umsóknarfrestur fyrir þátttöku í Kveikju 2024 er til 31. desember 2023.

Kennsluáætlun námskeiðsins verður kynnt hér innan skamms.

Kveikja gefur nemendum tækifæri til að

  • Taka þátt í námskeiði sem er allt öðruvísi en önnur námskeið
  • Læra um tengslamyndun og efla tengslanetið
  • Tengja saman nýsköpun og heimsmarkmiðin
  • Vinna með nemendum af öðrum sviðum
  • Heyra innlegg frá þjóðþekktum gestum
  • Styrkja atvinnuhæfni sína