Skip to main content

Stjórn, starfsfólk og starfseiningar Menntavísindasviðs

Á Menntavísindasviði er starfrækt skrifstofa með stoðþjónustukjarna undir stjórn forseta fræðasviðsins. Á skrifstofunni starfar, auk forseta, rekstrarstjóri sem annast fjármálastjórn sviðsins og daglega stjórnun.

Skrifstofa

Skrifstofa Menntavísindasviðs skiptist í sviðsskrifstofu og kennsluskrifstofu. Undir skrifstofu sviðsins heyra einnig bókasafn og tölvuþjónusta

Hvar erum við?
Skrifstofa Menntavísindasviðs er staðsett á 1. hæð í Enni.
Opið frá kl. 09.00 til 15.00 alla virka daga.
Sími: 525 5950. Netfang: mvs[hja]hi.is

Stjórn

Stjórn Menntavísindasviðs fjallar um sameiginleg málefni sviðsins og hefur eftirlit með fjármálum, rekstri og gæðum starfseminnar. Í stjórn Menntavísindasviðs sitja, ásamt forseta sviðsins, deildarforsetar og fulltrúi stúdenta.