Umsókn um skiptinám | Háskóli Íslands Skip to main content

Umsókn um skiptinám

Frestur til að sækja um skiptinám er 1. febrúar ár hvert (eða næsta virka dag ef umsóknarfrestur er á almennum frídegi). Mælt er með að sækja um fyrir frestinn þó svo sótt sé um skiptinám á vormisseri, því þá eru meiri líkur á að laust sé í skóla og að styrkir séu í boði. Þann 12. september ár hvert er boðið upp á aukaumsóknarfrest en þá geta nemendur sótt um skiptinám við skóla sem enn er laust í.Umsóknir eru sendar inn rafrænt ásamt námsferilsyfirliti með röðun sem fæst á Þjónustuborði, Háskólatorgi. Námsferilsyfirlitið er skannað og hengt við rafræna umsókn á sama tíma og sótt er um (eða skilað fyrir umsóknarfrest á Þjónstuborð Háskólatorgi).

Skrifstofa alþjóðasamskipta vinnur úr umsóknum og tilnefnir nemendur í gestaskóla. Eftir það eru nemendur beðnir um að skila inn námssamningi þar sem námskeið í gestaskólanum úti eru tiltekin og samþykki fengið frá deild með undirskrift.

Nemendur sem hyggja á skiptinám þurfa að finna gestaskóla í leitargunni og ganga úr skugga um að viðeigandi námskeið séu þar í boði áður en umsókn er send inn.

Á meðan á skiptinámi stendur er nemandi skráður í Háskóla Íslands og þarf að sinna árlegri skráningu. Í skiptinámi eiga nemendur að vera í fullu námi þ.e. 30 ECTS einingum á misseri, og fá það metið að fullu eða hluta inn í námsferil við HÍ.
Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.