Skip to main content

Umsókn um skiptinám

Umsókn um skiptinám - á vefsíðu Háskóla Íslands

Það er einfalt að sækja rafrænt um skiptinám á vef HÍ. Nemendur geta nýtt sér leitargrunn á vefnum til að finna gestaskóla sem koma til greina.

Eftir að umsóknir hafa verið sendar inn ásamt fylgigögnum vinnur Alþjóðasvið úr umsóknum og tilnefnir nemendur í gestaskóla. Gestaskólinn verður einnig að samþykkja umsókn nemanda. 

Í skiptinámi eiga nemendur að vera í fullu námi þ.e. 30 ECTS einingum á misseri, og geta fengið metið að fullu eða að hluta inn í námsferil við HÍ. 

Almennur umsóknarfrestur um skiptinám er til og með 1. febrúar ár hvert (eða næsta virka dag ef umsóknarfrestur er á almennum frídegi). 
//
Skiptinám á vormisseri 2025 - Viðbótarumsóknarfrestur til 10. september 2024
Nánari upplýsingar

Skiptinámsferlið skref fyrir skref