Umsókn um skiptinám | Háskóli Íslands Skip to main content

Umsókn um skiptinám

Það er einfalt að sækja rafrænt um skiptinám á vef HÍ. Nemendur geta nýtt sér leitargrunn á vefnum til að finna gestaskóla sem koma til greina.
Eftir að umsóknir hafa verið sendar inn ásamt fylgigögnum vinnur Skrifstofa alþjóðasamskipta úr umsóknum og tilnefnir nemendur í gestaskóla. Gestaskólinn verður einnig að samþykkja umsókn nemanda. 

Í skiptinámi eiga nemendur að vera í fullu námi þ.e. 30 ECTS einingum á misseri, og fá það metið að fullu eða hluta inn í námsferil við HÍ. 

Frestur til að sækja um skiptinám er 1. febrúar ár hvert (eða næsta virka dag ef umsóknarfrestur er á almennum frídegi). Mælt er með að sækja um fyrir frestinn þó svo sótt sé um skiptinám á vormisseri, því þá eru meiri líkur á að laust sé í skóla og að styrkir séu í boði.

Þann 12. september ár hvert er boðið upp á aukaumsóknarfrest en þá geta nemendur sótt um skiptinám við skóla sem enn er laust í.
Sjá nánar

Skiptinámsferlið skref fyrir skref
 

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.