Skip to main content

EPOS Ísland

EPOS Ísland - á vefsíðu Háskóla Íslands

Innviðaverkefnið EPOS Ísland, miðar af því að að standa að innviðauppbyggingu og rekstri innviða til framtíðar fyrir jarðvísindafólk. Til að tryggja að svo geti orðið er þörf á verulegri fjárfestingu í öflugum vélbúnaði og þróun rekstrarferla til að viðhalda þjónustunum til framtíðar. Eftir því sem gagnamagnið eykst verða rafrænu innviðirnir að eflast til að geta veitt óhindrað aðgengi að gögnunum.

EPOS ERIC eða European Plate Observing System eru evrópsk rannsóknarinnviðasamtök (European Research Infrastructure Consortium) sem miða að uppbyggingu evrópskra rannsóknarinnviða í jarðvísindum og rekstri þeirra til framtíðar.

Ísland, undir forystu Veðurstofunnar hefur verið þátttakandi í verkefninu frá upphafi (síðan 2010) og hefur þegar hafið uppbyggingu rafrænna þjónusta sem veita aðgengi að jarðvísindagögnum. Aðrir Íslenskir þátttakendur frá upphafi eru Háskóli Íslands og Landmælingar Íslands, en stefnt er að þátttöku fleiri íslenskra jarðvísindastofnana.

Nú þegar eru þrettán eldfjalla og GPS gagnaþjónustur aðgengilegar á vef Veðurstofunnar og unnið er að uppsetningu þjónusta sem veita aðgengi að jarðskjálftagögnum ásamt því að koma meiri gögnum, sem og gögnum frá fleiri mælistöðvum inn í þjónusturnar. 

Umsón með verkefni

  • Veðurstofa Íslands
  • Háskóli Íslands
  • Landmælingar Íslands

Tengiliður: Kristín Sigríður Vogfjörð

Áætlaður heildarkostnaður við verkefnið er 70 milljónir króna. Uppbyggingartími er á tímabilinu 2021-2026.

""
Tengt efni