Tölfræðiráðgjöf Heilbrigðisvísindastofnunar veitir akademísku starfsfólki og framhaldsnemum við Heilbrigðisvísindasvið ráðgjöf varðandi tölfræðilegar greiningar í rannsóknum. Meðal þjónustu sem boðið er upp á er aðstoð við úrvinnslu gagna, túlkun niðurstaðna og viðbrögð við tölfræðilegri ritrýni. Starfsfólk Sigurbjörg Björnsdóttir, verkefnastjóri, MS í megindlegri sálfræði Gylfi Snær Sigurðsson, meistaranemi í tölfræði Hvað er í boði? Aðstoð við Myndun rannsóknarspurningar Ákvörðun rannsóknarsniðs Val á tölfræðiaðferð Framkvæmd rannsóknar og túlkun niðurstaðna Notkun tölfræðiforrita við tölfræðilega greiningu Að skilja tölfræðilegar aðferðir sem notaðar eru í öðrum rannsóknum og nefndar í ritrýndum rannsóknargreinum um efnið Val á tölfræðiforriti Aðferðarfræðihluta styrkumsókna Að svara ritrýni í birtingaferli rannsóknagreina Ráðgjöf og tímapantanir Stuttum fyrirspurnum er svarað á trhvs@hi.is og tíma í ráðgjöf má bóka á bókunarsíðu Tölfræðiráðgjafar. facebooklinkedintwitter