Skip to main content

Staða og fjármögnun doktorsnema

Staða og fjármögnun doktorsnema - á vefsíðu Háskóla Íslands

Almennt um stöðu doktorsnema

Doktorsnemi með ráðningarsamning við Háskóla Íslands (t.d. vegna styrkveitingar sem fjármagnar námið) hefur stöðu starfsmanns og þar með kjarasamningsbundin réttindi sem samningnum fylgir. Auk þessara réttinda hafa starfsmenn rétt á fæðisfé, samgöngusamningi og afnot af tölvu. 

Nánar um kjarasamningsbundin réttindi doktorsnema og nýdoktora með ráðningarsamning

Doktorsnemi við Háskóla Íslands sem ekki er með ráðningarsamning við háskólann hefur stöðu nemanda.

Styrkir fyrir doktorsnema og rannsóknaverkefni

Háskóli Íslands hefur á síðustu árum lagt áherslu á að fjölga styrkjum til nemenda í doktorsnámi, enda er öflugt styrkjakerfi mikilvæg forsenda þess að doktorsnemar geti helgað sig náminu og náð tilskildum árangri.

Rannsóknarsjóðir Háskóla Íslands fyrir doktorsnema

Rannsóknasjóður vísinda og tækniráðs