Skip to main content

Hugverkanefnd Háskóla Íslands og Landspítala

Hugverkanefnd Háskóla Íslands og Landspítala - á vefsíðu Háskóla Íslands

Viltu hagnýta rannsóknir þínar; selja hugverk, stofna sprotafyrirtæki eða leita samstarfs við önnur fyrirtæki? Hugverkanefnd aðstoðar starfsmenn við hagnýtingu rannsókna!Samkvæmt lögum nr. 72/2004 um uppfinningar starfsmanna, á Háskóli Íslands og Landspítali líkt og aðrir atvinnurekendur rétt á uppfinningum sem starfsmenn koma fram með í starfi. Sama gildir um uppfinningar sem tengist tilteknu verkefni sem starfsmönnum er falið.

Ákveði Hugverkanefnd fyrir hönd Háskóla Íslands og/eða Landspítala að öðlast rétt til uppfinningar er undirritaður samningur við starfsmann um framsal uppfinningar og sanngjarnt endurgjald. Ef Hugverkanefnd ákveður að sækja um einkaleyfi á uppfinningu fjármagnar nefndin þá vinnu. Í kjölfarið hefst vinna við hagnýtingu uppfinningar en Háskóli Íslands vinnur með Auðnu-tæknitorgi ehf. að tækniyfirfærslu. Tækni er almennt yfirfærð með leyfissamningi við starfandi fyrirtæki eða sprotafyrirtæki. Greiðslur sem berast fyrir hagnýtingu uppfinningar er skipt þannig að starfsmaður fær 35% í sinn hlut ásamt 10% í rannsóknastarf, 10% fer til starfseiningar starfsmanns og 45% til Háskóla Íslands og/eða Landspítala.

Markviss vinna við tækniyfirfærslu eykur til muna líkur á að rannsóknir starfsmanna skili sér til samfélagsins. 

Hlutverk Hugverkanefndar er að framfylgja því verklagi sem Háskóli Íslands og Landspítali hafa sett sér varðandi hagnýtingu á uppfinningum og rannsóknaniðurstöðum starfsmanna stofnananna.

Hugverkanefnd starfar á grundvelli erindisbréfs og starfsreglna sem byggja á lögum nr. 72/2004 um uppfinningar starfsmanna og meginreglum vinnuréttar.

""

Nánari upplýsingar má finna í Handbók starfsmanna um tækniyfirfærslu 

Aðstoð veita:

Tengt efni