Styrktarsjóður Margaretar og Bents Scheving Thorsteinssonar | Háskóli Íslands Skip to main content

Styrktarsjóður Margaretar og Bents Scheving Thorsteinssonar

Markmið sjóðsins er að standa fyrir rannsóknum á einelti og kanna allar lagalegar og siðferðilegar leiðir til að fyrirbyggja einelti ogbæta fyrir afleiðingar þess.

Þetta er þriðji sjóðurinn sem Bent Scheving Thorsteinsson hefur stofnað við Háskóla Íslands. Sjóðurinn var stofnaður 25. september 2001 með framlagi kr. 11.910.000.

Hinir tveir eru Verðlaunasjóður Óskars Þórðarsonar barnalæknis og fósturföður Bents, sem styrkir rannsóknir á sviði barnalækninga, og hinn er Verðlaunasjóður Bergþóru og Þorsteins Scheving Thorsteinssonar, föður Bents, til styrktar rannsóknum á sviði lyfjafræði. Bent er sonur Þorsteins Scheving Thorsteinssonar og barnsmóður hans, Guðrúnar Sveinsdóttur, er síðar giftist Óskari Þórðarsyni barnalækni.

Samtals nema gjafir Bents til Háskóla Íslands á sl. 10 árum rúmlega kr. 60 milljónum króna og er það rannsóknarstarfi við Háskólann mikil lyftistöng að eiga jafngóðan velunnara og Bent Scheving Thorsteinsson.

Sjóðurinn starfar samkvæmt staðfestri skipulagsskrá og hefur sjálfstætt starfandi stjórn.

Rektor Háskóla Íslands skipar þrjá menn í stjórn sjóðsins. Forseti Félagsvísindasviðs tilnefnir tvo menn í stjórn og skal annar þeirra vera fulltrúi Lagadeildar. Forseti Menntavísindasviðs tilnefnir einn mann í stjórn.  Við tilnefningar í stjórn sjóðsins skal taka mið af tilgangi og markmiði sjóðsins.

Sjá nánar um styrktarsjóði Háskóla Íslands