Á Háskóladeginum 26. febrúar geturðu spjallað við nemendur í öllum námsleiðum í grunnnámi í Háskóla Íslands. Þú finnur einfaldlega nemanda í þeirri námsleið sem heillar þig og spyrð svo eins og þig lystir. Þú kemst í samtal við nemendur bæði frá vefsíðu námsleiðanna sem þú ert að skoða og á síðunni Spurðu nema um námið.
Hér að neðan finnurðu allt grunnnám sem er í boði hjá HÍ. Smelltu á þá námsleið sem þú hefur áhuga á og þá færðu frekari upplýsingar um námið, getur skoðað myndbönd og rætt við nemendur.
Ef þú vilt tala við náms- og starfsráðgjafa eða ert með spurningar sem snerta umsóknir um nám, þjónustu skólans eða félagslíf, smelltu þá á spjallgluggann hér hægra megin á síðunni.
Við bjóðum líka upp á göngu um háskólasvæðið næstu vikurnar en þar getur þú kynnst svæðinu betur í fylgd með nemendum skólans og kíkt inn í allar helstu byggingar. Ekki hika við að bóka þig og vini þína í Háskólagönguna.
Velkomin í Háskóla Íslands.