Háskóladagurinn | Háskóli Íslands Skip to main content

Háskóladagurinn

Háskóli Íslands býður landsmönnum öllum í heimsókn á Háskóladaginn laugardaginn 29. febrúar 2020 milli klukkan 12 og 16. Í boði verða ótal viðburðir, kynningar og uppákomur sem sýna vísindi og nýsköpun í litríku og lifandi ljósi. Kjörið tækifæri til að koma og fræðast, upplifa og skemmta sér. Ekki missa af því þegar Háskólinn opnar dyr sínar upp á gátt.

400 námsleiðir í boði

Allir geta kynnt sér fjölbreytt námsframboð Háskóla Íslands en yfir 400 námsleiðir í grunn- og framhaldsnámi eru í boði við skólann. Komið og kynnið ykkur spennandi nám sem opnar leiðina út í atvinnulífið. Einnig fer fram kynning á margþættri og öflugri starfsemi og þjónustu Háskólans. Gestir geta skoðað rannsóknastofur, tæki, búnað og húsakynni.

Á staðnum verða vísindamenn, kennarar og nemendur úr öllum deildum Háskólans sem svara spurningum um allt milli himins og jarðar – eða því sem næst.

Allar námsleiðir kynntar á háskólasvæðinu

Hér má sjá hvar allar námsleiðir eru kynntar á Háskóladaginn

Námskynningar á vegum einstakra fræðasviða Háskóla Íslands verða á eftirtöldum stöðum:

Fjör og fræði í einum fremsta háskóla heims

Dagskráin í Háskóla Íslands er mjög fjölskrúðug eins og alltaf. Þú getur lært taichi og wushu bardagalistir í anddyri Aðalbyggingar og mun kennarinn, Peng Qing, einnig sýna áhorfendum listir sínar. Háskólakórinn brýnir raust sína í Aðalbyggingu enda er hljómurinn undir silfurbergshvelfingunni í anddyrinu alveg einstakur.

Vísindahvísl í Odda

Fróðleg örerindi verða flutt á Vísindahvísli í Odda á Háskóladaginn. Þar verður til dæmis hægt að hlýða á erindi um jarðhræringarnar á Reykjanesi, falsfréttir, hryðjuverkaógn á Íslandi, hvernig hægt sé að styðja fólk í foreldrahlutverkinu, hvort tilviljun ráði námsvali og margt fleira. Skoðaðu dagskrána hér.

Vísindasmiðjan í Háskólabíói opin milli kl. 13 og 15

Háskóli Íslands leggur áherslu á að glæða áhuga ungs fólks á vísindum og fræðum og leikur Vísindasmiðja Háskóla Íslands þar lykilhlutverk. Markmið smiðjunnar er að efla áhuga ungmenna á vísindum og fræðum með gagnvirkum og lifandi hætti og styðja þannig við kennslu. Hún mun svo sannarlega standa undir nafni á Háskóladaginn þar sem opið verður í öll undur og tæki sem smiðjan býður upp á. Stjörnu-Sævar mætir með alvöru "geimsteina" frá tunglinu og mars. Vísindasmiðja Háskóla Íslands í Háskólabíói kemur sífellt á óvart. Í Vísindasmiðjunni upplifir öll fjölskyldan vísindin með lifandi hætti, uppgötvar og leikur sér af hjartans lyst. Í Vísindasmiðjunni eru allskonar tæki, tól, tilraunir, þrautir, leikir og óvæntar uppgötvanir fyrir alla aldurshópa. Þar kynnast gestir á öllum aldri undraverðum eiginleikum ljóss, lita, hljóðs og rafmagns, teikna listaverk með rólu, leika á syngjandi skál, smíða vindmyllu, skoða tungl, stjörnur og loftsteina og ótalmargt fleira. 

Viltu læra að snúast eins og skautadrottning? Ertu með kalt nef og heitar hendur? Hitamyndavélin varpar óvæntu ljósi á þinn innri mann. Hitamyndavélin sýnir einmitt þínar svölustu hliðar.

Mótaðu fjöll, höf og eyjar í landslagssandinum. 

Beislaðu vindorkuna með fögrum vindmylluvængjum.

Kynntu þér leyndardóma myrkraherbergisins. Botnlaus brunnur, syngjandi skál, ljóslifandi litir, furðuspeglar, huldugrísir, mannlegur hátalari og logandi flauta.

Spennandi dagskrá

Dagskráin er ætíð mjög fjölskrúðug og aðgangur er ókeypis á alla viðburði í opnu húsi Háskóla Íslands.

Í Háskóla Íslands verða einnig Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Hólum og Landbúnaðarháskóli Íslands á Hvanneyri með námskynningu á 1. hæð Háskólatorgs. Endurmenntun Háskóla Íslands og Háskólinn á Bifröst verða þar einnig ásamt Keili sem kynnir sína landsþekktu háskólabrú. 

Á 2. hæð á Háskólatorgi eru einnig fulltrúar frá Náms- og starfsráðgjöf og Skrifstofu alþjóðasamskipta. Á staðnum verða fulltrúar frá jafnréttisnefnd Háskóla Íslands, ráði um málefni fatlaðs fólks, Q – félagi hinsegin stúdenta, Femínistafélagi HÍ og jafnréttisnefnd Stúdentaráðs. Þá veita fulltrúar Félagsstofnunar stúdenta upplýsingar um Stúdentagarða, Leikskóla stúdenta og aðra þjónustu fyrir stúdenta.

Háskólinn í Reykjavík er með námskynningu í eigin húsakynnum við Öskjuhlíð og Listaháskóli Íslands kynnir sínar námsleiðir í eigin húsakynnum á Laugarnesvegi.

Boðið er upp á ókeypis strætóferðir á milli skóla.

Frekari upplýsingar um Háskóladaginn eru á vef Háskóladagsins.

Háskóli Íslands býður landsmönnum öllum í heimsókn á Háskóladaginn laugardaginn 29. febrúar 2020 milli klukkan 12 og 16 þar sem í boði verða ótal viðburðir, kynningar og uppákomur sem sýna nýsköpun og vísindi í litríku og lifandi ljósi.

Mynd frá Háskóladeginum
Myndir frá Háskóladeginum 2019
Mynd frá Háskóladeginum 2019
Mynd frá Háskóladeginum 2019
Mynd frá Háskóladeginum 2019
Mynd frá Háskóladeginum 2019
Mynd frá Háskóladeginum 2019
Mynd frá Háskóladeginum 2019
Mynd frá Háskóladeginum 2019
Mynd frá Háskóladeginum 2019
Mynd frá Háskóladeginum 2019
Mynd frá Háskóladeginum 2019
Mynd frá Háskóladeginum 2019
Mynd frá Háskóladeginum 2019
Mynd frá Háskóladeginum 2019
Mynd frá Háskóladeginum 2019
Tengt efni
Háskóladagurinn

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

CAPTCHA
Sía fyrir ruslpóst
Image CAPTCHA
Skrifaðu stafina sem sjást á myndinni.